Það er hins vegar hörð barátta um síðustu sætin í úrslitakeppnina í Austurdeildinni og Brooklyn Nets vann mikilvægan sigur í þeirri baráttu þegar þeir unnu Boston Celtics í nótt en Celtics er þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.
D´Angelo Russell var stigahæstur í liði Nets með 29 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar en Gordon Hayward minnti á sig í liði Celtics með 19 stig af bekknum.
Úrslit næturinnar
New York Knicks 92-100 Miami Heat
Los Angeles Clippers 132-108 Cleveland Cavaliers
Brooklyn Nets 110-96 Boston Celtics
Houston Rockets 119-108 Sacramento Kings
Detroit Pistons 99-90 Portland Trail Blazers
Indiana Pacers 116-121 Orlando Magic
Chicago Bulls 101-124 Toronto Raptors
Minnesota Timberwolves 109-118 Philadelphia 76ers
Phoenix Suns 115-120 Memphis Grizzlies