Ríkið ætlar ekki að greiða aukalega fyrir Herjólf Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 11:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íslenska ríkið ætlar ekki að greiða rúmlega milljarðar króna aukagreiðslu sem pólsk skipasmíðastöð hefur lagt fram vegna byggingar nýrrar Vestmannaeyjarferju. Þetta fullyrðir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, sem segir mögulegt að deila fari fyrir gerðardóm á Íslandi. Nýi Herjólfur hefur verið í smíðum hjá pólsku skipasmíðastöðinni Crist S.A. en upphaflega átti að afhenda ferjuna í fyrra. Ferjan er nú talin svo gott sem tilbúin en þá strandar á kröfu stöðvarinnar um 1,2 milljarða króna í aukagreiðslu sem nemur um þriðjungi af heildarverði hennar. Sigurður Ingi sagði kröfu skipasmíðastöðvarinnar tilhæfulausa í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vegagerðin hafi gert sérstaka samninga um öll viðbótarverk sem stöðin hafi unnið vegna ferjunnar. Því telji hann eðlilegt að Vegagerðin hafi leitað til danskrar sérhæfðrar lögfræðistofu. Lögmenn beggja aðila ræði nú saman. Verði ágreiningur áfram til staðar sé hægt að fara með málið fyrir gerðardóm í Reykjavík. Sagði Sigurður Ingi að það gæti orðið niðurstaðan. „Þessi reikningur verður ekki greiddur, ekki nema við séum dæmd til þess því hann er tilhæfulaus að okkar mati,“ sagði samgönguráðherrann. Ekki sé þó ætlunin að bíða eftir niðurstöðu gerðardóms áður en ferjan verður afhent. Sigurður Ingi sagði að það væri hluti af samningum nú að ganga frá því að skipið verði afhent og að skipasmíðastöðin fái lögbundna lokagreiðslu sína. Sagðist ráðherrann vonast til þess að ferjan fáist til Íslands á næstu vikum og fyrir sumarið. „Það er auðvitað háð því hvort að það séu eðlilegir viðskiptahættir sem eru stundaðir þarna,“ sagði hann.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11 Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Óvissa með afhendingu nýs Herjólfs vegna kröfu um viðbótargreiðslur Skipasmíðastöðin S.A. Crist fer fram á viðbótargreiðslu umfram samninga. 23. mars 2019 13:11
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
200 milljóna króna dagsektir vegna nýs Herjólfs Smíði nýs Herjólfs er á lokastigi en óvíst er hvenær skipið verður afhent Vegagerðinni vegna kröfu skipasmíðastöðvarinnar um viðbótargreiðslu. Vegagerðin álítur kröfuna ekki í samræmi við samning og telur dagsektir vegna seinkunar verksins nema 200 milljónum króna. 23. mars 2019 18:45
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30