Leiðtogar á fundi Arababandalagsins sem fer fram í Túnis sameinuðust um að fordæma ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum í Sýrlandi. Þeir telja einnig aðstöðugleiki í Miðausturlöndum velti á því að Palestínumenn fái eigið ríki.
Trump skrifaði undir yfirlýsingum viðurkenninguna þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti hann í síðustu viku. Ísraelar hernámu Gólanhæðir í sex daga stríðinu árið 1967 og innlimuðu í trássi við alþjóðasamfélagið árið 1981.
Reuters-fréttastofan segir að Salman bin Abdulaziz, konungur Sádi-Arabíu, hafi sagt leiðtogunum á fundinum að Sádar höfnuðu algerlega aðgerðum sem hefðu áhrif á fullveldi Sýrlendingar yfir Gólanhæðum. Í sama streng tóku aðrir ráðamenn arabaríkja á fundinum.
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði fundinn og sagði að lausn á átökunum í Sýrlandi yrði að tryggja að einingu landsins, þar á meðal Gólanhæðanna hernumndu.

