„Það lítur út fyrir að Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 21:00 Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum. Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Íbúar í Seljahverfi í Breiðholti eru uggandi yfir fyrirhugaðri byggingu húsnæðis fyrir fólk með þungan geðrænan vanda, á sömu lóð og félagsmiðstöð barna í hverfinu. Á svæðinu er öryggisvistun fyrir fanga og hafa börn orðið fyrir áreiti þar. Íbúi segir að það líti út fyrir að borginni sé ekki annt um öryggi barna í hverfinu. Í febrúar var breyting á deiluskipulagi við Hagasel 23 auglýst en samkvæmt því á að byggja þar 600 fermetra hús með átta íbúðum. Þar á að vera búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í þjónustuflokki III en á sömu lóð er félagsmiðstöðin Hólmasel. „Það segir okkur að það er fólk með geðröskun og mögulegan fíknivanda. Það er ekkert hægt að fullyrða hvort þetta verði fólk í fíknineyslu eða ekki,“ segir Hildur Jóna Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu og bætir við að það hafi ekki verið hægt að fá það staðfest skriflega hjá borginni að þar yrði ekki fólk með fíknivanda. „Það er bara það sama og þau lofuðu hérna í Rangárselinu. Það átti aldrei að vera neitt hættulegt fólk vistað þar,“ segir Ágústa Ýr Bergþórsdóttir, íbúi í hverfinu, og bætir við að raunin hafi svo verið önnur. Í Rangárseli sé nú öryggisvistun fyrir fanga og er Rangársel í innan við 140 metra sjónlínu frá lóðinni við Hagasel 23. Þá viti þær að það bráðvantar úrræði fyrir fólk með tvíþættan vanda, það er geð- og fíknivanda. Íbúar hverfisins óttast öryggi barna sinna mest en mikið barnastarf á svæðinu. Til að mynda er eru tveir grunnskólar mjög nálægt, leikskóli og kirkjan þar sem mjög oft fer fram barnastarf. „Göngustígurinn hérna er göngustígur milli Ölduselsskóla og Seljaskóla. Þetta er þjóðbraut barna hérna í hverfinu,“ segir Ágústa Ýr. Ótækt sé að slíku búsetuúrræði sé komið fyrir á þessu svæði, þar sem vandamál hafa áður komið upp vegna búsetukjarnans að Rangárseli. „Ég á til dæmis einn níu ára vin sem lenti í árás nú í haust frá vistmanni frá Rangárseli og ég veit um fleiri börn sem hafa lent í áreiti frá íbúum þar þrátt fyrir að það hafi átt að tryggja að það yrði ekki ónæði af þeim. Á þessu skipulagi lítur út eins og Reykjavíkurborg sé ekki annt um öryggi barna,“ segir Hildur.En hvar á þá þetta fólk að vera?„Akkúrat og maður hefði haldið að borgin væri með heildstæða sín á það og ynni markvisst að því að finna þeim góðan samastað. Akkúrat upp í félagsmiðstöð þar sem eru mikil læti í krökkum það er ekki góður staður,“ segir Hildur. Íbúar hafa efnt til undirskriftarsöfnunar í mótmælaskyni og hafa nú 600 manns skrifað undir listann. Þá vinnur umboðsmaður Borgarbúa nú í málinu með íbúum.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skipulag Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira