Sjáum hvar liðið stendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. mars 2019 17:00 Axel ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins í æfingaleik gegn Svíþjóð fyrir áramót. Fréttablaðið/sigtryggur ari Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Sjá meira