Sjáum hvar liðið stendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. mars 2019 17:00 Axel ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins í æfingaleik gegn Svíþjóð fyrir áramót. Fréttablaðið/sigtryggur ari Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira