Sjáum hvar liðið stendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. mars 2019 17:00 Axel ræðir við leikmenn íslenska landsliðsins í æfingaleik gegn Svíþjóð fyrir áramót. Fréttablaðið/sigtryggur ari Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta heldur til Póllands í dag þar sem liðið tekur þátt í sterku æfingamóti um helgina. Fram undan eru þrír leikir gegn Póllandi, Slóvakíu og Argentínu en þetta er hluti af undirbúningi liðsins fyrir leiki gegn Spáni í undankeppni HM í sumar þar sem sigurvegarinn öðlast þátttökurétt á HM í Japan. Ísland átti að mæta Angóla í öðrum leiknum en þjálfarateymið fékk að vita að Argentína myndi taka þeirra stað í gær, degi fyrir brottför. Axel Stefánsson, þjálfari landsliðsins, var brattur þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans og spenntur fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi mót, það verður áhugavert að sjá hvar við erum stödd sem lið fyrir leikina gegn Spánverjum. Pólverjar eru með lið sem er í þessum flokki á eftir bestu liðum Evrópu en með virkilega flott lið sem hefur verið fastagestur á stórmótum,“ sagði Axel sem vill koma Íslandi á sama stall og Pólverjar. „Við viljum geta borið okkur saman við þessi lið innan nokkurra ára. Innan 2-3 ára er markmiðið að vera fastagestur á lokamótunum. Það hefur verið stígandi í spilamennskunni okkar og það verður gott að sjá hvar við stöndum.“ Axel sagði Evrópuliðin tvö ólík. „Bæði lið nota hornamennina mikið eins og Spánverjar. Pólverjar með hávaxið lið og það verður áhugavert að sjá hvernig okkur tekst að færa þær til á meðan Slóvakía með léttari og liprari leikmenn. Það er gott að prófa sig áfram gegn báðum leikstílum.“ Á milli leikjanna gegn Póllandi og Slóvakíu mætir Ísland liði Argentínu í fyrsta sinn. „Ég frétti degi fyrir brottför að Argentína kæmi inn fyrir Angóla. Það verður áhugavert að mæta liði með öðruvísi leikstíl því það er uppsveifla í handboltanum í Argentínu. Þær náðu góðum úrslitum á síðasta HM og ég mun fara vel yfir þær.“ Í gær kom í ljós að nýliðinn Mariam Eradze sem leikur með Toulon í Frakklandi þyrfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. „Það er synd að fá ekki að skoða Mariam betur í þessu landsleikjahléi. Þetta eru leikir til að skoða leikmenn og hún hefur verið að standa sig vel í Frakklandi. Ég hef fylgst með henni í þar og hún hefur hrifið mig en þetta er hluti starfsins. Við höfum verið heppin með meiðsli hingað til.“ Þjálfarateymið mun fylgjast vandlega með leikjum Spánverja sem eiga æfingaleik um sömu helgi en þá mun B-lið Spánverja spila í Póllandi og mun því fá tækifæri til að fylgjast vandlega með leikjum Íslands. „Við munum fylgjast með Spánverjum rétt eins og þau munu fylgjast með okkur. Þær eiga æfingaleiki á sama tíma gegn Brasilíu og Sviss á heimavelli en B-liðið er á móti hérna í Póllandi. Spánverjar verða eflaust með manneskju í stúkunni í leikjunum okkar um helgina.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira