Mikill viðbúnaður eftir að leki kom að togbáti Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 14:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út. Vísir/Vilhelm Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42. Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Leki kom að togbátnum Degi SK á öðrum tímanum í dag um fimm sjómílur vestur af Hafnarfirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn bátsins um klukkan hálf tvö og var mikill viðbúnaður settur af stað. Voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt bát frá Landhelgisgæslunni og hefur þyrlan verið björgunaraðilum innan handar til öryggis. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í samtlai við Vísi að áhöfnin hafi náð að koma fyrir lekann og dæla sjó úr vélarrúminu en báturinn varð vélarvana vegna lekans. Þarf því að draga bátinn til hafnar og er björgunarskip frá slysavarnafélaginu Landsbjörg á leið til bátsins og búist við skipið nái þangað eftir klukkutíma. Fimm manns eru um borð í togbátnum og lítur allt betur út að sögn Landhelgisgæslunnar en fyrstu fregnir gáfu til kynna. Hefur björgunarbáturinn Baldur frá Keflavík náð til Dags.Uppfært klukkan 16:42: Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom Dagur SK til hafnar í Hafnarfirði klukkan 16:26.Eftirfarandi tilkynning barst frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg rétt fyrir klukkan 15:Eins og komið hefur fram í símtölum tilkynnti skip um leka hjá sér þegar það var statt um 5 sjómílur utan Hafnarfjarðar. Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð til ásamt því að þyrlur, bátar og skip fóru til aðstoðar. Einnig var björgunarskip frá Suðurnesjum kallað til.Staðsetning skips var alla tíð ljós og um stutta leið að fara og leið því ekki langur tími þar til fyrstu bjargir komu á staðinn. Áhöfn var þá búin að stöðva lekann og hefur síðan þá unnið að því að gangsetja skipið. Ef það tekst ekki mun dráttarbátur draga það til Hafnarfjarðar.Eftirfarandi tilkynning barst frá Landhelgisgæslunni klukkan 15:Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:33 í dag, 21. mars, neyðarkall frá togskipi sem statt var 5 sjómílum vestur af Hafnarfirði vegna mikils leka í vélarrúmi. Landhelgisgæslan boðaði strax út þyrlu, sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, sem og varðbátinn Baldur sem staddur var á Stakksfirði, björgunarbáta af varðskipinu Þór sem statt var í Helguvík, og nærliggjandi skip og báta. 15 mínútum síðar tilkynnti áhöfn togskipsins TFRX/Dagur að svo virtist sem þeir höfðu náð stjórn á lekanum. En björgunareiningar voru látnar halda áfram viðbragði, meðal annars að fara með öflugar sjódælur áleiðis til skipsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang um kl. 14:00. Í framhaldi af því komu harðbotna björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar einn af öðrum ásamt björgunarbát af varðskipinu Þór. Um kl. 14:30 var búið að dæla sjó úr vélarrúmi togskipsins og voru þá sumar björgunareiningarnar afturkallaðar, þar á meðal björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.Harðbotna björgunarbátum var haldið til öryggis áfram við skipið, en varðbáturinn Baldur kom á svæðið og tók við vettvangsstjórn. Dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði, kom á svæðið um svipað leyti og var ákveðið að hann tæki togskipið í tog og héldi með það áleiðis til Hafnarfjarðar. Um 14:40 var skipið kom í tog og lagður af stað til Hafnarfjarðar, áætlað er að skipið komi til hafnar um 16:00. Í áhöfn togskipsins eru 5 menn og heilsast þeim öllum vel. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og varðskipsins Þórs fylgja skipunum áleiðis til hafnar í öryggisskyni.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:42.
Björgunarsveitir Hafnarfjörður Landhelgisgæslan Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira