Ardern sýni hugrekki með byssubanni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. mars 2019 07:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Ríkisstjórn Jacindu Ardern á Nýja-Sjálandi tilkynnti í gær um bann við hálfsjálfvirkum, „hernaðarlegum“ skotvopnum og stórum skothylkjum. Þetta er gert í kjölfar hryðjuverkaárásar á tvær moskur í borginni Christchurch þar sem fimmtíu voru myrt. „Hvert einasta hálfsjálfvirka vopn sem var notað í hryðjuverkaárás föstudagsins verður bannað,“ sagði Ardern en bann við sölu tók samstundis gildi þótt það eigi eftir að koma málinu í gegnum þingið. Þetta sagði Ardern gert til að koma í veg fyrir að fólk myndi birgja sig upp af vopnum og skothylkjum áður en frumvarpið yrði að lögum. Bannið nær ekki til smærri riffla og hálfsjálfvirkra skotvopna sem bændur og veiðimenn nota einna helst. Afar líklegt þykir að frumvarpið verði samþykkt á þingi. Flokkur Ardern er í meirihluta og ekkert ákvæði er í nýsjálensku stjórnarskránni um rétt til vopnaburðar, ólíkt því sem er í Bandaríkjunum þar sem tilraunir til hertrar skotvopnalöggjafar hafa iðulega mistekist í kjölfar skotárása. Ardern sagði að fólk gæti afhent yfirvöldum þær byssur sem verða ólöglegar og fengið greiðslu í staðinn. Þá sagði hún bæði her og lögreglu verða undanskilin lögunum. „Ardern sýnir mikið hugrekki. Þetta er einungis hægt að gera í ríkjum þar sem borgarar hafa ekki sjálfgefinn rétt til vopnaburðar. Vopn eru forréttindi. Ef við hefðum lagalegan rétt eins og í Bandaríkjunum væri þetta mun erfiðara,“ hafði AP eftir Andrew Gillespie, prófessor í alþjóðalögfræði við Waikato-háskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. 20. mars 2019 08:32
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Banna sölu hálfsjálfvirkra vopna strax Nýsjálendingar ætla að banna öll hálfsjálfvirk skotvopn og árásarriffla í kjölfar ódæðisins í Christchurch á dögunum. 21. mars 2019 07:52