Deila um 300 milljónir til endurbóta á Óðinstorgi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2019 13:24 Ætlunin er að koma fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira