Endurskipulagning WOW í kortunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:42 Mikil óvissa ríkir nú um framtíð WOW. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Stefnt er að því að á morgun fari fram kynning á endurskipulagningu WOW air, að því er fram kemur í fréttum mbl. Endurskipulagningin kemur til með að fela í sér afskriftir skulda og verður þeim í kjölfarið breytt í hlutafé. Þá segir að reiknað sé með nýjum fjárfestum að WOW. Þetta hefur mbl eftir fulltrúa þeirra fjárfesta sem tóku þátt í skuldabréfaútboði WOW síðastliðinn september. Nafn fulltrúans kemur ekki fram í fréttinni. Þá er haft eftir honum að kröfuhafar og skuldabréfaeigendur hafi fundað um málið um helgina en að í gær, laugardag, hafi legið ljóst fyrir að ekkert yrði af fjárfestingu Icelandair Group í WOW, en það var formlega tilkynnt fyrr í dag. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði að fjárhagsstaða WOW hafi verið ástæða þess að Icelandair tók ákvörðun um að koma ekki að rekstri félagsins.Meirihluti félagsins boðinn til kaups Ráðgert sé að afskrifa skuldir félagsins og bjóða rétt rúman meirihluta þess, 51%, til kaups. Nýir eigendur muni þá njóta forgangs, til að mynda við sölu bréfa í félaginu eftir endurskipulagningu. Umræddur skuldabréfaeigandi segir í samtali við mbl að áhugavert verði að sjá tilboðið sem fjárfestum kemur til með að vera boðið að koma inn í eftir að búið verði að „setja félagið í búning sem lítur mjög vel út fyrir þá sem koma að félaginu.“ Hann segir þá nokkrar líkur á því að einhver úr hópi skuldabréfaeigenda eða kröfuhafa sjái tækifæri í því að geta keypt rúman helmingshlut í WOW air. Hann segir þá hafa verið unnið alla helgina að áætlun um hvernig megi bjarga WOW frá gjaldþroti. Allir kröfuhafar komi til með að gefa eftir skuldir og eignast þess í stað hlutafé í fyrirtækinu, sem hann segir að verði lítið skuldsett. Útfærsla endurskipulagningarinnar verði nánar kynnt á morgun.Uppfært klukkan 21:08 Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, vildi ekki staðfesta þessar fregnir við fréttastofu Vísis þegar eftir því var leitað nú í kvöld.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13 Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50 Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Ræða við kröfuhafa um að breyta skuldum í hlutafé Forsvarsmenn WOW air eiga nú í viðræðum við kröfuhafa með því markmiði að endurfjármagna félagið með því að breyta skuldum í hlutafé. 24. mars 2019 19:13
Hefur ekki trú á því að Icelandair kaupi WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, hefur ekki trú á því að þær viðræður sem nú standa yfir á milli Icelandair og WOW air endi með því að Icelandair kaupi WOW air. 24. mars 2019 10:50
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Hræddur um að Indigo hafi fyrst og fremst ætlað sér að „þefa“ af WOW air Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, er ekki viss um að Indigo Partners hafi með viðræðum við WOW air ætlað sér að kaupa flugfélagið. 24. mars 2019 12:00
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45