Ljótur leikur Oddný G. Harðardóttir skrifar 25. mars 2019 07:00 Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár. Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir ákveðnum afgangi á ríkissjóði. Út af þeirri stefnu má ekki bregða nema hér verði efnahagshrun eða náttúruhamfarir. Þannig á ríkissjóður að skila 29 milljarða króna afgangi á árinu 2020. Þegar búið er að reikna bæði tekjur og gjöld miðað við nýja hagspá og þegar búið er að reikna kerfislægan kostnað s.s. vegna fjölgunar aldraðra, þá er ekki mikið eftir upp í loforð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna setur hún 5 milljarða króna aðhald á árið 2020 og samtals verður aðhaldið orðið rúmir 13 milljarðar árið 2024. Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Það er athyglisvert að lesa áætlunina í ljósi stöðunnar á vinnumarkaði og þá sérstaklega með kjör stóru kvennastéttanna hjá ríkinu í huga. Skattabreytingarnar í áætluninni eru þær sömu sem áður voru boðaðar með tæpum 7 þúsund krónum á mánuði til allra, líka þeirra sem eru með milljónir á mánuði. Hefur einhver beðið stjórnvöld um þessa rausn við ríkasta helming landsmanna? Þarna er illa farið með almannafé. Húsnæðisstuðningurinn er alls ekki sá sem vonast hafði verið eftir og barnabætur eru með sömu skerðingunum á lágar millitekjur og í ár. Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin sér fjármálastefnu sem gerir ráð fyrir ákveðnum afgangi á ríkissjóði. Út af þeirri stefnu má ekki bregða nema hér verði efnahagshrun eða náttúruhamfarir. Þannig á ríkissjóður að skila 29 milljarða króna afgangi á árinu 2020. Þegar búið er að reikna bæði tekjur og gjöld miðað við nýja hagspá og þegar búið er að reikna kerfislægan kostnað s.s. vegna fjölgunar aldraðra, þá er ekki mikið eftir upp í loforð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna setur hún 5 milljarða króna aðhald á árið 2020 og samtals verður aðhaldið orðið rúmir 13 milljarðar árið 2024. Og svo er viðbótaraðhald sem enginn veit enn hversu mikið verður. Ef ríkisstarfsmenn semja um meira en 0,5% launahækkanir umfram verðlag verða ráðuneytin að skera niður fyrir þeim launakostnaði. Þetta mun hafa í för með sér lakari þjónustu við sjúklinga og börn og aðra þá sem þurfa á þjónustu ríkisins að halda og þetta mun auka enn álag á stóru kvennastéttirnar eins og á það sé bætandi, eða líklegt sé að þetta muni laða til starfa fleiri hjúkrunarfræðinga eða sjúkraliða. Þessi skilaboð í gegnum fjármálaáætlunina eiga væntanlega að setja pressu á samningsaðila. Slíkt er ekkert annað en ljótur leikur stjórnvalda í upphafi kjaraviðræðna við ríkisstarfsmenn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun