Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar 10. nóvember 2024 14:01 Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég horfi stundum á Spursmál og þann óhemju dónalega mann sem þar situr við stjórn og furða mig á vitleysunni sem leyft er að varpa fyrir þjóðina á þessum vettvangi. Það er nákvæmlega ekkert leyndarmál að Morgunblaðið er í eigu útgerðarfólks, sem beitir miðlinum óspart í hagsmunabaráttu sinni, sérsníður hvert viðfangsefni sér í hag og reynir að beita bellibrögðum til að upphefja sinn málstað. Bestu dæmin eru nýleg viðtöl við tvær ungar konur í framboði, þar sem þáttarstjórnandinn reyndi að gera lítið úr þeim með því að handvelja tvö mismunandi viðfangsefni, bera fram einhverja tölfræði og niðurlægja þær fyrir að hafa ekki nákvæmar tölur á hreinu. En í mínum huga sigraði falleg, einlæg og yfirveguð framkoma þessara tveggja kvenna þá umræðu, og eftir sat Stefán með óhreina sál, berskjaldaður og berstrípaður fyrir alla þjóðina að sjá. Stuttu síðar mætti formaður VG í viðtal hjá Stefáni. Hún er mun reyndari og náði að svara ágætlega fyrir sig, en hrasaði þó aðeins þegar eftirfarandi fullyrðing/spurning var lögð fram: „Hvað finnst þér um að útgerðin borgi 850 þúsund krónur í skatt af hverri milljón í hagnað?“ Þar fór fyrrum ráðherra málaflokksins undan í flæmingi og kom sér undan því að svara, á meðan svarið er í raun augljóst. Skoðum það aðeins. Byrjum á að efast um réttmæti þessarar fullyrðingar. Samkvæmt þessari frétt úr Viðskiptablaðinu þá er hagnaður sjávarútvegs 67 milljarðar og veiðigjöld 7,9 milljarðar árið 2022, en þetta er ekki aðalatriðið er það? Hvað er þá aðalatriðið? Jú, það er sjónarhornið, er það ekki? Ef ekki væri fyrir aðgang að þjóðareign þá væri núll krónur í boði af hverri milljón, þannig að það rétta væri í raun að segja að útgerðin fær 150 þúsund krónur af hverri milljón, umfram kostnaðinn við að sækja auðlind sem er sameign okkar allra. Að fá 150 þúsund krónur gefins af hverri milljón í hagnað af auðlind almennings virðist sumsé ekki duga þeim. Og það þrátt fyrir að búið sé að greiða ALLAN kostnað – við erum bara að tala um hagnaðinn ofan á. Það er búið að: Greiða öll laun. Greiða ofurlaun til stjórnenda og stjórnar, oft fólks sem er líka hluthafar. Borga fyrir nýja togara, allar vinnslustöðvar og aðstöðu. Styrkja stjórnmálaflokka fyrir pólitíska hagsmunagæslu. Borga til samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir almenna hagsmunagæslu. Það er sem sagt búið að borga allan nauðsynlegan og ónauðsynlegan kostnað. Síðan mega útgerðarfyrirtækin sjálf ákveða verðmætið á sameign okkar eftir að hún er sótt úr sjó, sem síðan getur allt að tvöfaldast í verði á leiðinni á markað erlendis þar sem hagnaðnum er skotið undan á erlendar kennitölur í skattaskjólum. Þá er það næstum því fyndið, en fyrst og fremst sorgleg innsýn í huga græðginnar, að veiðigjöldin duga ekki einu sinni fyrir utanumhaldi og eftirliti með greininni en eru samt talin of há. Við sjáum síðan hvaða afleiðingar þessi græðgi og þessi hagsmunagæsla, sem almenningur borgar fyrir, hafa fyrir samfélagið. Útgerðarkóngar kaupa upp fasteignir, fyrirtæki og þá sérstaklega fjölmiðla til að stjórna hér umræðunni. Er þetta ekki komið gott? Þið sáuð Verbúðina, var það ekki? Okkar tími er framundan – ekki tími auðmanna sem hirða auðlindir okkar. Þeir eru búnir að fá sinn tíma, klára kökuna og nammið í partíinu. Nú mega aðrir njóta í formi betra heilbrigðiskerfis, öflugri innviða og heilbrigðari húsnæðismarkaðar. Höfundur er kjósandi og brennur fyrir réttlátara samfélagi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun