Sýndarveruleiki grænþvottar Inger Erla Thomsen skrifar 26. mars 2019 12:30 Um daginn keypti ég mér sjampó-sápustykki í umhverfisvænni og umbúðalausri búð hér á Íslandi. Ég keypti mér þessa sápu vegna þess að ég er að minnka plastnotkunina mína og að nota sápustykki í stað fljótandi sápu í brúsa er ein leið til þess. Þegar ég opnaði svo bréfið sem sápan var pökkuð í var hún líka í plastpoka inn í bréfinu. Þarna var ég orðin fórnarlamb grænþvotts og fór þess vegna brjáluð út í búð og keypti mér fimmfalt ódýrara sjampó í plastbrúsa. Grænþvottur er þegar sem fyrirtæki og framleiðendur fá okkur, neytendurna, til þess að trúa því að varan þeirra eða framleiðslan sé umhverfisvæn án þess þó að vera það í raun og veru. Íslenska dæmið um grænþvott sem allir kannast við er Brúneggjarmálið, þar sem Íslendingar höfðu verið blekktir með markaðssetningu á eggjum í mörg ár. Við urðum öll brjáluð og flestir eru eflaust enn í dag efins þegar þau kaupa egg merkt „lausagöngu hænum“. Brúnegg voru ekki einungis ranglega merkt heldur voru þau líka einu eggin í grænum eggjabakka, sem lætur okkur líða af einhverjum ástæðum eins og þau séu betri fyrir umhverfið, hænurnar og þar af leiðandi okkur. Grænar pakkningar, myndir af plöntum og merkingar um að varan sé “náttúruleg” eru stór þáttur af grænþvotti. Grænþvottur er í raun bara heilaþvottur, okkur er talið trú um varan sem við kaupum sé umhverfisvæn og þess vegna allt í lagi að kaupa hana. Fyrirtæki á Íslandi sem selja vörurnar sínar, eins og safa eða hristinga, í „umhverfisvænu“ PLA plasti falla undir fyrirtæki sem stunda grænþvott. Maíssterkja eða sykurreyr er notað til þess að mynda polylactic acid sem er þetta umrædda PLA plast. Að sjálfsögðu er PLA plast margfalt betra en venjulegt plast, það er að segja ef kringumstæðurnar eru réttar. Þannig er mál með vexti að PLA plast endar flest í landfyllingum eins og margur annar úrgangur og eyðist ekki í náttúrunni nema við ofboðslega hátt hitastig. Það sama á við um „umhverfisvænu“ einnota höldupokana sem fer ört fjölgandi í matvöruverslunum hérlendis. Þeir eru niðurbrjótanlegir líkt og PLA plastið en aðeins við ákveðnar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að flestir noti þessa poka eins og aðra höldupoka í ruslatunnurnar sínar, þar sem ég geri það alveg. Málið er bara að þegar ruslið okkar fer í landfyllingu þá fær pokinn ekki það súrefni, sólarljós og raka sem hann þarf til þess að brotna niður og verður þess vegna bara hluti af þeim óbrjótanlegu efnum sem eru þar fyrir og hafa verið í áratugi. Ég er ennþá brjáluð út í þetta fyrirtæki sem að ég keypti sápustykkið hjá. Þetta snýst ekki bara um að þetta eina sápustykki sé pakkað í plast heldur veit ég núna að framleiðandinn er ekki traustsins verðugur. Ég get með engu móti verið viss um að framleiðslan á þessu sápustykki sé umhverfisvæn eins og sagt er á pakkningunni, ef því er svo pakkað í plast eins og ekkert sé. Ég hef alla mína tíð hugsað um umhverfið og reyni í alvöru mitt allra besta hvað það varðar. Hvernig get ég samt sem neytandi treyst því að vara sem markaðssett er sem umhverfisvæn vara sé það í raun og veru? Lesum um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna áður en við kaupum hana, hugsum okkur tvisvar um; vantar okkur þetta í virkilega og hvar endar þessi vara þegar ég er búin að nota hana? Það umhverfisvænasta sem við getum gert sem einstaklingar er að kaupa minna og eyða minni pening í stórfyrirtæki sem eru í raun að blekkja okkur neytendurna. Ég fékk þá flugu líka allt í einu í hausinn að mér vantaði nauðsynlega margnota rör og keypti mér þess vegna mörg slík, ég sem hef eiginlega aldrei notað rör yfir höfuð. Ég keypti mér líka dýrum dómi álnestisbox þegar ég átti þegar mörg plastnestisbox heima sem ég get vel notað. Við megum ekki sem neytendur láta blekkjast svona auðveldlega, okkur vantar ekki þessa hluti, sleppum því þá að kaupa þá. Við verðum ekkert umhverfisvænni á að eiga hluti sem eru umhverfisvænir þegar við eigum nú þegar vel nýtanlega hluti. Hættum að vera fórnarlömb grænþvottar og hugsum okkur tvisvar um þegar við kaupum, vantar okkur virkilega allt þetta dót og hvar endar það svo þegar við erum búin að nota það? Höfundur er umhverfisaktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Brúneggjamálið Mest lesið Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Nýr leiðtogi - Sameinandi afl Hrafn H. Dungal skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn keypti ég mér sjampó-sápustykki í umhverfisvænni og umbúðalausri búð hér á Íslandi. Ég keypti mér þessa sápu vegna þess að ég er að minnka plastnotkunina mína og að nota sápustykki í stað fljótandi sápu í brúsa er ein leið til þess. Þegar ég opnaði svo bréfið sem sápan var pökkuð í var hún líka í plastpoka inn í bréfinu. Þarna var ég orðin fórnarlamb grænþvotts og fór þess vegna brjáluð út í búð og keypti mér fimmfalt ódýrara sjampó í plastbrúsa. Grænþvottur er þegar sem fyrirtæki og framleiðendur fá okkur, neytendurna, til þess að trúa því að varan þeirra eða framleiðslan sé umhverfisvæn án þess þó að vera það í raun og veru. Íslenska dæmið um grænþvott sem allir kannast við er Brúneggjarmálið, þar sem Íslendingar höfðu verið blekktir með markaðssetningu á eggjum í mörg ár. Við urðum öll brjáluð og flestir eru eflaust enn í dag efins þegar þau kaupa egg merkt „lausagöngu hænum“. Brúnegg voru ekki einungis ranglega merkt heldur voru þau líka einu eggin í grænum eggjabakka, sem lætur okkur líða af einhverjum ástæðum eins og þau séu betri fyrir umhverfið, hænurnar og þar af leiðandi okkur. Grænar pakkningar, myndir af plöntum og merkingar um að varan sé “náttúruleg” eru stór þáttur af grænþvotti. Grænþvottur er í raun bara heilaþvottur, okkur er talið trú um varan sem við kaupum sé umhverfisvæn og þess vegna allt í lagi að kaupa hana. Fyrirtæki á Íslandi sem selja vörurnar sínar, eins og safa eða hristinga, í „umhverfisvænu“ PLA plasti falla undir fyrirtæki sem stunda grænþvott. Maíssterkja eða sykurreyr er notað til þess að mynda polylactic acid sem er þetta umrædda PLA plast. Að sjálfsögðu er PLA plast margfalt betra en venjulegt plast, það er að segja ef kringumstæðurnar eru réttar. Þannig er mál með vexti að PLA plast endar flest í landfyllingum eins og margur annar úrgangur og eyðist ekki í náttúrunni nema við ofboðslega hátt hitastig. Það sama á við um „umhverfisvænu“ einnota höldupokana sem fer ört fjölgandi í matvöruverslunum hérlendis. Þeir eru niðurbrjótanlegir líkt og PLA plastið en aðeins við ákveðnar aðstæður. Ég geri ráð fyrir því að flestir noti þessa poka eins og aðra höldupoka í ruslatunnurnar sínar, þar sem ég geri það alveg. Málið er bara að þegar ruslið okkar fer í landfyllingu þá fær pokinn ekki það súrefni, sólarljós og raka sem hann þarf til þess að brotna niður og verður þess vegna bara hluti af þeim óbrjótanlegu efnum sem eru þar fyrir og hafa verið í áratugi. Ég er ennþá brjáluð út í þetta fyrirtæki sem að ég keypti sápustykkið hjá. Þetta snýst ekki bara um að þetta eina sápustykki sé pakkað í plast heldur veit ég núna að framleiðandinn er ekki traustsins verðugur. Ég get með engu móti verið viss um að framleiðslan á þessu sápustykki sé umhverfisvæn eins og sagt er á pakkningunni, ef því er svo pakkað í plast eins og ekkert sé. Ég hef alla mína tíð hugsað um umhverfið og reyni í alvöru mitt allra besta hvað það varðar. Hvernig get ég samt sem neytandi treyst því að vara sem markaðssett er sem umhverfisvæn vara sé það í raun og veru? Lesum um fyrirtækið, framleiðandann og vöruna áður en við kaupum hana, hugsum okkur tvisvar um; vantar okkur þetta í virkilega og hvar endar þessi vara þegar ég er búin að nota hana? Það umhverfisvænasta sem við getum gert sem einstaklingar er að kaupa minna og eyða minni pening í stórfyrirtæki sem eru í raun að blekkja okkur neytendurna. Ég fékk þá flugu líka allt í einu í hausinn að mér vantaði nauðsynlega margnota rör og keypti mér þess vegna mörg slík, ég sem hef eiginlega aldrei notað rör yfir höfuð. Ég keypti mér líka dýrum dómi álnestisbox þegar ég átti þegar mörg plastnestisbox heima sem ég get vel notað. Við megum ekki sem neytendur láta blekkjast svona auðveldlega, okkur vantar ekki þessa hluti, sleppum því þá að kaupa þá. Við verðum ekkert umhverfisvænni á að eiga hluti sem eru umhverfisvænir þegar við eigum nú þegar vel nýtanlega hluti. Hættum að vera fórnarlömb grænþvottar og hugsum okkur tvisvar um þegar við kaupum, vantar okkur virkilega allt þetta dót og hvar endar það svo þegar við erum búin að nota það? Höfundur er umhverfisaktívisti.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar