Körfubolti

Fer með þjóðsönginn á táknmáli fyrir leikina sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur gengið vel hjá Shannon Coffee og liðsfélögum hennar í vetur.
Það hefur gengið vel hjá Shannon Coffee og liðsfélögum hennar í vetur. Getty/Cody Glenn
Einn leikmaður körfuboltaliðs Stanford háskólans hefur vakið talsverða athygli í vetur fyrir það sem hún gerir fyrir alla leiki liðsins.

Bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leiki Stanford liðsins og sumir leikmenn Stanford taka undir sem og áhorfendur.

Shannon Coffee, leikmaður Stanford-liðsins, gerir gott betur því hún fer „syngur“ með þjóðsöngnum á táknmáli.

Shannon hefur sótt tíma í táknmáli með námi sínu í Stanford. Hún bað körfuboltaþjálfara sinn um leyfi að fá að gera þetta fyrir leiki og sú svaraði: „Að sjálfsögðu“.

Hér fyrir neðan má sjá meira um söguna á bak við táknmál Shannon Coffee.





Shannon Coffee er á sínu fjórða og síðasta ári í skólanum. Hún er kannski ekki að spila miklu inn á vellinum (1,6 stig, 1,5 fráköst og 1,1 stoðsending á 9,9 mínútum í leik) en hefur vakið mikla athygli fyrir uppátæki sitt fyrir leiki liðsins.

Stanford hefur unnið tvo fyrstu leiki sínu í Marsfárinu og er komið í sextán liða úrslit þar sem liðið spilar við Missouri State. Nú er sjá hvort að við fáum að sjá táknmál  Shannon Coffee í sjálfum úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×