„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Hörður Axel Vilhjálmsson lék í rúm tuttugu ár í meistaraflokki. vísir/diego Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Stólarnir unnu leikinn í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í gær, 90-105, og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaeinvíginu. Eftir leikinn tilkynnti Hörður Axel í viðtali að hann væri hættur í körfubolta. Strákarnir í Bónus Körfuboltakvöldi fóru yfir feril Harðar Axels og mærðu þennan stoðsendingahæsta leikmann í sögu efstu deildar á Íslandi. „Hann á glæsilegan feril. Hann hlýtur að gera hann upp þannig, að hann hafi staðið sig mjög vel og áorkað heilan helling. Hann getur skilið sáttur við þetta og ég sagði honum einfaldlega að njóta þess sem er framundan. Ég vona bara, hvenær sem það verður, að hann komi aftur inn í körfuboltaheiminn aftur, í einhverju hlutverki,“ sagði Helgi Már Magnússon sem lék með Herði Axel í landsliðinu, meðal annars á EM 2015. Arnar Guðjónsson var um tíma aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þekkir Hörð Axel vel. „Það kemur alltaf að þessu á endanum en hann á frábæran feril. Hann spilar víða í Evrópu. Hann er leikstjórnandi landsliðsins á báðum stórmótunum sem það hefur farið á þannig að það er verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril,“ sagði Arnar. „Umræðan hefur oft litast af því að hann á ekki titil á Íslandi en hann hefur unnið Pro A í Þýskalandi og unnið það að lið fari tvisvar á stórmót sem hafði aldrei gerst áður. Það er eitthvað sem menn geta verið stoltir af og ekki margir sem hafa náð því.“ Hér á landi lék Hörður Axel með Fjölni, Njarðvík, Keflavík og Álftanesi. Hann lék einnig á Spáni, í Þýskalandi, Grikklandi, Tékklandi, Belgíu, Ítalíu og Kasakstan. Hörður Axel lék 86 leiki fyrir íslenska landsliðið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Stærsti leikur í sögu Álftaness í kvöld og tímabilið undir. Leikurinn var mjög jafn í byrjun og átti raunar eftir að verða það þar til undir lok þriðja leikhluta. Þá settu gestirnir í gírinn og völtuðu yfir heimamenn. 3. maí 2025 18:33