„Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2025 11:02 Jeremy Pargo hrósaði DeAndre Kane í hástert eftir endurkomusigur Grindavíkur á Stjörnunni í gær. vísir/guðmundur þórlaugarson Jeremy Pargo var alsæll þegar hann mætti í settið hjá Bónus Körfuboltakvöldi eftir ævintýralegan sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 95-92, í Smáranum í gær. Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
Stjörnumenn leiddu nær allan tímann og þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir kom Hilmar Smári Henningsson þeim ellefu stigum yfir, 79-90. Þá vöknuðu Grindvíkingar af værum blundi, komu til baka og unnu síðustu fjórar mínúturnar 14-2 og leikinn með þremur stigum, 95-92. Liðin þurfa því að mætast í oddaleik í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ á mánudaginn. Pargo lagði sín lóð á vogarskálarnar en hann skoraði 22 stig, tók fimm fráköst og gaf sex stoðsendingar. „Þú verður að fara strax í meðhöndlun. Það er stór leikur á mánudaginn og sem betur fer bjargaði kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, okkur í kvöld,“ sagði Pargo þegar hann mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar, Pavels Ermolinskij og Teits Örlygssonar. Kane átti stórleik í Smáranum í gær en hann spilaði allar fjörutíu mínúturnar; skoraði 33 stig, tók fjórtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Hann var ekki alltaf sáttur með samherja sína og braut meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs Ólafssonar, þjálfara Grindavíkur, í einu leikhléi. „Réttilega því við vorum ekki að gera það sem við áttum að gera. Þegar við fórum eftir planinu áttum við góð augnablik í vörninni. En við misstum einbeitinguna svo oft þar sem við gerðum ekki það sem við þurftum að gera í vörninni og gáfum þrist eftir þrist eftir þrist. Þessir gaurar settu niður nokkur stór skot. Ef við náum stjórn á því eigum við góða möguleika á að vinna,“ sagði Pargo. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við Jeremy Pargo Þeir Kane þekkjast vel frá fyrri tíð og Stefán Árni bað Pargo um að lýsa leiðtogahæfileikum Kanes. „Hann gengur um alla daga með þessa sömu tilfinningu og ef þú þekkir hann elskar þú hann. Ég skil ekki hvernig fólk getur þekkt þennan gaur og ekki notið ástríðunnar sem hann spilar með. Hann gerði allt fyrir okkur. Hvar værum við án hans?“ Kane átti sinn þátt í að Pargo ákvað að koma til Íslands. Pargo vill meina að Kane hefði átt að gera meira með sína hæfileika. „Hann er félagi minn. Ég spila með honum í bakvarðastöðunum hvar sem er. Hann á örugglega eftir að drepa mig fyrir að segja ykkur þetta en fyrir tveimur vikum sagði ég honum að hann hefði átt að ná lengra á ferlinum. Hann ætti að vera að dekka einhvern í úrslitakeppni NBA núna en það er önnur saga,“ sagði Pargo. Allt viðtalið við Pargo má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Sjá meira
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. 2. maí 2025 22:13