Baráttan um streymið Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. mars 2019 07:00 Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Tækni Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun