Laun og árangur í Meistaradeildinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnistímabilið. Heildartekjur keppninnar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppninni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjölmargra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launaverðbólgan hjá bestu knattspyrnumönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launagreiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en uppskera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjaldahæstu á tímabilinu.Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistekist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Mílanó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykilhlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistaratitla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erkifjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistaradeildinni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Meistaradeild Evrópu Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Sjá meira
Þátttökulið Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu deila með sér um 270 milljarða króna verðlaunafé þetta keppnistímabilið. Heildartekjur keppninnar hafa meira en þrefaldast frá því Barcelona lagði Arsenal að velli í París árið 2006 og fjárhagslegur ávinningur liða af árangri í keppninni hefur sömuleiðis margfaldast. Það skyldi því engan undra að keppnin um þennan eftirsóttasta bikar Evrópu sé hörð. Rekstur fjölmargra liða veltur að umtalsverðu leyti á þátttöku í keppninni og barist er um þá leikmenn sem talið er að geti skipt sköpum, en launaverðbólgan hjá bestu knattspyrnumönnum álfunnar hefur verið með ólíkindum undanfarin ár. Skila há laun þó samsvarandi árangri í keppninni? Ef við lítum aftur til ársins 2013 og berum launagreiðslur saman við frammistöðu til og með síðustu leiktíð sést að há laun eru alls engin trygging fyrir góðum árangri. Real Madrid, sem greitt hefur hæstu launin, hefur vissulega einnig náð bestum árangri (þó Ajax hafi sett risastórt strik í reikninginn á dögunum) en uppskera annarra liða er ansi misjöfn. Áberandi er hversu vel Atlético frá Madríd hefur gengið að nýta sína starfskrafta, þrátt fyrir að greiða lægst laun þeirra 17 liða sem oftast hafa verið meðal þeirra útgjaldahæstu á tímabilinu.Einungis Real Madrid, Bayern og Barcelona hefur vegnað betur. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart hverjum hefur mistekist, umfram aðra, að snúa háum launagreiðslum í sigra á vellinum. Árangur Manchester United, sem er í fjórða sæti þeirra sem hæstu launin greiða, hefur frá 2013 verið hvað mest undir væntingum og er liðið átta sætum neðar á lista yfir árangur félaganna. Með fræknum sigri á PSG í síðustu viku lagfærir liðið þó nokkuð stöðu sína í þessum samanburði. Ekki má þó gleyma gömlu ítölsku stórveldunum frá Mílanó, sem saman hefur einungis einu sinni tekist að að komast í keppnina á þessu fimm ára tímabili þrátt fyrir háar launagreiðslur. Þessi einfaldi samanburður sýnir því ekki fram á fylgni milli launagreiðslna og árangurs stærstu félaganna en það væri þó fullmikil einföldun að halda öðru fram en að fjárhagslegir burðir leiki lykilhlutverk í nútímafótbolta. Þegar litið er til stærstu deilda álfunnar er það einungis Barcelona á Spáni sem unnið hefur flesta deildarmeistaratitla á tímabilinu, þrátt fyrir að greiða örlítið lægri laun en erkifjendurnir hjá Real Madrid. Það er því enn hægt að kaupa árangur. Það er bara aðeins erfiðara í Meistaradeildinni.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun