Körfubolti

Haukur frábær er Nanterre er tók forystuna gegn Bologna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Helgi í leik með Nanterre.
Haukur Helgi í leik með Nanterre. vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre eru með átta stigaforskot gegn Bologna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 83-75 sigur í fyrri leik liðanna.

Mikið jafnræði var í fyrri hálfeik og í raun allan leikinn. Nanterre leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta en staðn var 40-39, Nanterre í vil í hálfleik.

Áfram hélt baráttan í síðari hálfeik og voru heimamenn í Nanterre þremur stigum yfir síðasta leikhlutann. Þeir stóðu af sér áhlaup þeirra ítölsku og unnu að lokum átta stiga sigur, 83-75.







Haukur Helgi Pálsson átti flottan leik fyrir Nanterre. Hann var næst stigahæstur með fjórtán stig en að auki tók hann þrjú fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Nanterre er því með fínt forskot fyrir síðari leik liðanna en næst mætast liðin á Ítalíu á miðvikudaginn næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×