Þetta ótrúlega og sögulega körfuboltaskot á afmæli í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 22:00 Christian Laettner í leiknum fræga með Duke á móti Kentucky. Getty/John Biever Margir þekkja Christian Laettner kannski bara sem eina áhugamanninn í draumaliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 en nokkrum mánuðum áður setti hann niður eina mögnuðustu sigurkörfuna í körfuboltasögu Bandaríkjanna. Í dag eru einmitt 27 ár síðan þetta ótrúlega skot hjá Christian Laettner átti mikinn þátt í því að Duke liðið vann háskólatitilinn í Bandaríkjunum vorið 1992. Laettner tryggði Duke þar 104-103 sigur á Kentucky í átta liða úrslitunum með ótrúlegri körfu og þar með sæti á úrslitahelginni þar sem liðið vann Indiana 81-78 og svo Michigan 71-51 í úrslitaleiknum. Duke átti innkast undir eigin körfu en Grant Hill tókst að senda boltann yfir allan völlinn á Laettner sem náði að grípa bolta, snúa sér við og skora áður en leiktíminn rann út. Þetta var glæsilegt skot hjá Laettner en líka geggjuð sending hjá Grant Hill sem átti seinna eftir að verða stórstjarna í NBA-deildinni áður en meiðslin fóru að taka sinn toll.27 years ago today. The most famous jumper in the history of college basketball — Christian Laettner’s “Shot” pic.twitter.com/OOVxIceLho — Darren Rovell (@darrenrovell) March 28, 2019Það magnaða við þennan leik hjá Christian Laettner að hann hitti úr öllum skotum sínum í leiknum, tíu skotum utan af velli og öllum tíu vítaskotum að auki. Hann endaði með 31 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Christian Laettner og félagar í Duke-liðinu voru þetta vor að vinna háskólatitilinn annað árið í röð en hann var síðan valinn í NBA-deildina um sumarið. Minnesota Timberwolves notaði þriðja valréttinn í nýliðavalinu í það að taka hann. Laettner spilaði með draumaliði Bandaríkjanna á ÓL í Barcelona 1992 og vann Ólympíugull. Hann var með 4,8 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í leik og skoraði eina körfu í úrslitaleiknum. Christian Laettner átti fín tímabil með Timberwolves áður en hann fór á flakk. Hann lék alls í NBA-deildinni í þrettán tímabil eða til ársins 2005. Laettner lék samtals 868 leiki fyrir sex lið í deildinni. Hér fyrir neðan má sjá körfuna hans Christian Laettner frá 28. mars 1992. Körfubolti Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Margir þekkja Christian Laettner kannski bara sem eina áhugamanninn í draumaliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 en nokkrum mánuðum áður setti hann niður eina mögnuðustu sigurkörfuna í körfuboltasögu Bandaríkjanna. Í dag eru einmitt 27 ár síðan þetta ótrúlega skot hjá Christian Laettner átti mikinn þátt í því að Duke liðið vann háskólatitilinn í Bandaríkjunum vorið 1992. Laettner tryggði Duke þar 104-103 sigur á Kentucky í átta liða úrslitunum með ótrúlegri körfu og þar með sæti á úrslitahelginni þar sem liðið vann Indiana 81-78 og svo Michigan 71-51 í úrslitaleiknum. Duke átti innkast undir eigin körfu en Grant Hill tókst að senda boltann yfir allan völlinn á Laettner sem náði að grípa bolta, snúa sér við og skora áður en leiktíminn rann út. Þetta var glæsilegt skot hjá Laettner en líka geggjuð sending hjá Grant Hill sem átti seinna eftir að verða stórstjarna í NBA-deildinni áður en meiðslin fóru að taka sinn toll.27 years ago today. The most famous jumper in the history of college basketball — Christian Laettner’s “Shot” pic.twitter.com/OOVxIceLho — Darren Rovell (@darrenrovell) March 28, 2019Það magnaða við þennan leik hjá Christian Laettner að hann hitti úr öllum skotum sínum í leiknum, tíu skotum utan af velli og öllum tíu vítaskotum að auki. Hann endaði með 31 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar. Christian Laettner og félagar í Duke-liðinu voru þetta vor að vinna háskólatitilinn annað árið í röð en hann var síðan valinn í NBA-deildina um sumarið. Minnesota Timberwolves notaði þriðja valréttinn í nýliðavalinu í það að taka hann. Laettner spilaði með draumaliði Bandaríkjanna á ÓL í Barcelona 1992 og vann Ólympíugull. Hann var með 4,8 stig og 2,5 fráköst að meðaltali í leik og skoraði eina körfu í úrslitaleiknum. Christian Laettner átti fín tímabil með Timberwolves áður en hann fór á flakk. Hann lék alls í NBA-deildinni í þrettán tímabil eða til ársins 2005. Laettner lék samtals 868 leiki fyrir sex lið í deildinni. Hér fyrir neðan má sjá körfuna hans Christian Laettner frá 28. mars 1992.
Körfubolti Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum