Arabinn í Kólumbíu Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. mars 2019 07:30 Um daginn hitti ég araba sem var á ferðalagi um heiminn og hafði farið víða. Ég þekki manninn ekki neitt og mun líklega aldrei hitta hann aftur. Þetta var yfir kvöldmat í bændagistingu í Kólumbíu, hvar við fjölskyldan höfum verið á flandri undanfarið. Fólk rakti ferðir sínar. Kom þá ekki á daginn — sem gladdi auðvitað hjarta eyjarskeggjans — að maðurinn hafði komið til Íslands. Í sex klukkutíma. Hann millilenti á leið sinni annað, og ákvað að bregða sér í Bláa lónið. Af vitnisburði mannsins mátti greina að hann var ekki alltof hrifinn af landi og þjóð. Tvennt tók hann fram. Hið fyrra kom ekki á óvart. Hann nánast stóð upp og fórnaði höndum yfir verðlaginu. Það kostaði 85 dollara að taka leigubíl frá flugvellinum að Bláa lóninu, sagði hann. Svona verði á leigubíl hafði hann aldrei kynnst. Sem Íslendingur er ég auðvitað alvanur gagnrýni útlendinga á verðlagið. Maður er orðinn góður í því að setja upp viðeigandi svipi til viðurkenningar á þessum raunveruleika. Ísland er dýrt. Hitt gagnrýnisatriði mannsins kom okkur hjónum hins vegar í opna skjöldu. Þetta höfðum við ekki heyrt fyrr, að minnsta kosti ekki á þennan hátt. Maðurinn vildi meina að Íslendingar væru allir eins. „Þeir líta allir eins út,“ sagði hann. Við urðum smá hvumsa. Það var augljóst að maðurinn leitaði að orði í huganum til að lýsa betur því sem hann átti við. „Það er eins og Íslendingar sé allir svona?… þið vitið?… hvað er aftur orðið?… ?“ „Einræktaðir?“ sagði þá konan mín varfærnislega. „Já, einmitt!“ hljóðaði maðurinn og tuggði. „Einræktaðir.“Skrítinn dagur í lóninu Við töluðum ekki mikið meira saman. Ég get ekki sagt að ég sé sammála manninum, þannig séð. Mér finnst Íslendingar ekki líta allir eins út. Þótt það sé kannski ekki rosalegur munur á til dæmis Steingrími J. Sigfússyni og Ómari Ragnarssyni, þá sé ég greinilegan mun á til dæmis Katrínu Jakobsdóttur og Ásdísi Rán. Kannski var maðurinn í Bláa lóninu með bara Ármanni og Sverri. Þeir líta auðvitað eins út vegna þess að þeir eru tvíburar. Kannski var þetta furðulegur dagur í Bláa lóninu. Kannski voru keppendur um rauðasta hárið á írsku dögunum á Akranesi allir komnir í lónið. Maður veit ekki. Reyndar tók maðurinn fram að hann ætti ekki við fólkið í lóninu, enda eru þar vitaskuld á hverjum venjulegum degi fulltrúar hinna ýmsu þjóðerna. Hann átti við íslenska starfsfólkið og þá sem hann var nokkuð viss um að væru Íslendingar.Sannleikskorn? Gott og vel. Þetta fannst manninum. Ekki ætlaði ég að rökræða við hann. Sú samræða hefði ekki farið langt. „Við erum ekki eins,“ hefði ég sagt. „Jú, víst,“ hefði hann sagt. Engum greiði gerður. Síðan þetta gerðist, fyrir um tveimur vikum, hef ég hins vegar spáð svolítið í hvað maðurinn meinti. Hvað átti hann við? Á hvaða hátt er hægt að segja að Íslendingar séu allir eins? Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka þetta bókstaflega. Hitt blasir þó við: Því er ekki að neita að maður þarf ekki að fara langt út fyrir landsteinana til þess að fá einhverja hugmynd um það hvernig manninum hefur mögulega liðið á Íslandi. Tökum London. Á götum London er margfalt meiri fjölbreytni í mannlífi heldur en nokkurn tímann sést á Íslandi. Maður finnur þetta strax. Fólk er miklu meira alls konar. Ekki bara vegna þess að það á sér ólíkan uppruna heldur líka vegna þess að fjölbreytnin í viðfangsefnum fólks, tísku þess, lífsstíl þess og viðhorfum er svo miklu, miklu meiri.Varðstaða um einsleitni Eiginlega, eftir því sem ég hugsa meira um það, skil ég manninn nokkuð vel. Ég sé sannleikskorn. Þegar ég hugsa til Íslands úr fjarlægð og ber saman við lífið sem blasir við í borgum heimsins, kemur einsleitni upp í hugann. Í samanburði við aðrar þjóðir einkennist Ísland af fábreytni. Það vantar fleiri íbúa. Kem ég þá að ástæðu greinarinnar. Enn og aftur berast fregnir af því að íslensk yfirvöld séu ákaflega upptekin af því að vísa flóttafólki úr landi. Jafnvel á að setja lög sem gera yfirvöldum þetta auðveldara. Ég spyr: Af hverju? Hvert er markmiðið? Hver er váin? Ég velti fyrir mér, hvort ekki þurfi að taka vissa grundvallarumræðu áður en lengra er haldið: Er það vilji fólks að samfélagið sé einsleitt — og þá að setja lög sem verja þann veruleika — eða er það vilji fólks að samfélagið sé opnara og fjölbreyttara? Mér finnst hið síðara eftirsóknarverðara. Fjölbreytt mannlíf felur í sér aukin lífsgæði. Lögin ættu að stuðla að slíku samfélagi, en ekki hinu. Eftir samræðuna við arabann í Kólumbíu hef ég sannfærst enn frekar um það að hin harðneskjulega, þvermóðskufulla og ómanneskjulega barátta íslenskra yfirvalda gegn fjölbreytni og til varnar einsleitni sé fáránleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn hitti ég araba sem var á ferðalagi um heiminn og hafði farið víða. Ég þekki manninn ekki neitt og mun líklega aldrei hitta hann aftur. Þetta var yfir kvöldmat í bændagistingu í Kólumbíu, hvar við fjölskyldan höfum verið á flandri undanfarið. Fólk rakti ferðir sínar. Kom þá ekki á daginn — sem gladdi auðvitað hjarta eyjarskeggjans — að maðurinn hafði komið til Íslands. Í sex klukkutíma. Hann millilenti á leið sinni annað, og ákvað að bregða sér í Bláa lónið. Af vitnisburði mannsins mátti greina að hann var ekki alltof hrifinn af landi og þjóð. Tvennt tók hann fram. Hið fyrra kom ekki á óvart. Hann nánast stóð upp og fórnaði höndum yfir verðlaginu. Það kostaði 85 dollara að taka leigubíl frá flugvellinum að Bláa lóninu, sagði hann. Svona verði á leigubíl hafði hann aldrei kynnst. Sem Íslendingur er ég auðvitað alvanur gagnrýni útlendinga á verðlagið. Maður er orðinn góður í því að setja upp viðeigandi svipi til viðurkenningar á þessum raunveruleika. Ísland er dýrt. Hitt gagnrýnisatriði mannsins kom okkur hjónum hins vegar í opna skjöldu. Þetta höfðum við ekki heyrt fyrr, að minnsta kosti ekki á þennan hátt. Maðurinn vildi meina að Íslendingar væru allir eins. „Þeir líta allir eins út,“ sagði hann. Við urðum smá hvumsa. Það var augljóst að maðurinn leitaði að orði í huganum til að lýsa betur því sem hann átti við. „Það er eins og Íslendingar sé allir svona?… þið vitið?… hvað er aftur orðið?… ?“ „Einræktaðir?“ sagði þá konan mín varfærnislega. „Já, einmitt!“ hljóðaði maðurinn og tuggði. „Einræktaðir.“Skrítinn dagur í lóninu Við töluðum ekki mikið meira saman. Ég get ekki sagt að ég sé sammála manninum, þannig séð. Mér finnst Íslendingar ekki líta allir eins út. Þótt það sé kannski ekki rosalegur munur á til dæmis Steingrími J. Sigfússyni og Ómari Ragnarssyni, þá sé ég greinilegan mun á til dæmis Katrínu Jakobsdóttur og Ásdísi Rán. Kannski var maðurinn í Bláa lóninu með bara Ármanni og Sverri. Þeir líta auðvitað eins út vegna þess að þeir eru tvíburar. Kannski var þetta furðulegur dagur í Bláa lóninu. Kannski voru keppendur um rauðasta hárið á írsku dögunum á Akranesi allir komnir í lónið. Maður veit ekki. Reyndar tók maðurinn fram að hann ætti ekki við fólkið í lóninu, enda eru þar vitaskuld á hverjum venjulegum degi fulltrúar hinna ýmsu þjóðerna. Hann átti við íslenska starfsfólkið og þá sem hann var nokkuð viss um að væru Íslendingar.Sannleikskorn? Gott og vel. Þetta fannst manninum. Ekki ætlaði ég að rökræða við hann. Sú samræða hefði ekki farið langt. „Við erum ekki eins,“ hefði ég sagt. „Jú, víst,“ hefði hann sagt. Engum greiði gerður. Síðan þetta gerðist, fyrir um tveimur vikum, hef ég hins vegar spáð svolítið í hvað maðurinn meinti. Hvað átti hann við? Á hvaða hátt er hægt að segja að Íslendingar séu allir eins? Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka þetta bókstaflega. Hitt blasir þó við: Því er ekki að neita að maður þarf ekki að fara langt út fyrir landsteinana til þess að fá einhverja hugmynd um það hvernig manninum hefur mögulega liðið á Íslandi. Tökum London. Á götum London er margfalt meiri fjölbreytni í mannlífi heldur en nokkurn tímann sést á Íslandi. Maður finnur þetta strax. Fólk er miklu meira alls konar. Ekki bara vegna þess að það á sér ólíkan uppruna heldur líka vegna þess að fjölbreytnin í viðfangsefnum fólks, tísku þess, lífsstíl þess og viðhorfum er svo miklu, miklu meiri.Varðstaða um einsleitni Eiginlega, eftir því sem ég hugsa meira um það, skil ég manninn nokkuð vel. Ég sé sannleikskorn. Þegar ég hugsa til Íslands úr fjarlægð og ber saman við lífið sem blasir við í borgum heimsins, kemur einsleitni upp í hugann. Í samanburði við aðrar þjóðir einkennist Ísland af fábreytni. Það vantar fleiri íbúa. Kem ég þá að ástæðu greinarinnar. Enn og aftur berast fregnir af því að íslensk yfirvöld séu ákaflega upptekin af því að vísa flóttafólki úr landi. Jafnvel á að setja lög sem gera yfirvöldum þetta auðveldara. Ég spyr: Af hverju? Hvert er markmiðið? Hver er váin? Ég velti fyrir mér, hvort ekki þurfi að taka vissa grundvallarumræðu áður en lengra er haldið: Er það vilji fólks að samfélagið sé einsleitt — og þá að setja lög sem verja þann veruleika — eða er það vilji fólks að samfélagið sé opnara og fjölbreyttara? Mér finnst hið síðara eftirsóknarverðara. Fjölbreytt mannlíf felur í sér aukin lífsgæði. Lögin ættu að stuðla að slíku samfélagi, en ekki hinu. Eftir samræðuna við arabann í Kólumbíu hef ég sannfærst enn frekar um það að hin harðneskjulega, þvermóðskufulla og ómanneskjulega barátta íslenskra yfirvalda gegn fjölbreytni og til varnar einsleitni sé fáránleg.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar