Segir hægt að draga úr skemmdum vegna myglu með ábyrgari byggingariðnaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2019 19:15 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu, verkfræðistofu Vísir Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur hjá Eflu og ráðgjafi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, segir að hægt sé að draga úr skemmdum af völdum myglu í húsnæði með ábyrgari byggingariðnaði og fyrirbyggjandi viðhaldi. Sylgja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Sylgja segir að einnig sé hægt að auka fagþekkingu þegar komi að rakaöryggi húsa og byggingareðlisfræði. Þannig sé að miklu leyti hægt að draga úr mygluskemmdum. Oftar en ekki þegar komið er í óefni vegna myglu sé lélegu viðhaldi um að kenna. „Við nefnilega eigum við þetta vandamál að etja hérlendis, við erum ekki með neina samhæfða verkferla um hvernig skoðunaraðilar skoða byggingar með þessu tilliti og fagþekkingin sjálf er líka mjög mismunandi. Síðan má ekki gleyma að verkbeiðni getur verið mismunandi, aðgengi að húsnæði getur verið mismunandi og það eru mismunandi forsendur sem liggja að baki,“ segir Sylgja. Hún segir skorta samhæfingu á því hvernig húsnæði er tekið út og skoðað fyrir myglu og hvenær skuli taka hlutina alvarlega. Sylgja segir þó einnig að mögulega geti orðið bragarbót þar á. „Það er faghópur sem að er með aðilum frá verkfræðistofunum þar sem við erum að ræða um að samhæfa þessar aðferðir þannig að það er í vinnslu. Það held ég að sé öllum hagsmunaaðilum til bóta.“ Sylgja segir fyrstu einkenni sem fólk kunni að finna til vegna myglu í vistarverum eða öðru húsnæði oftast vera í öndunarfærum eða húð. Önnur einkenni geti verið verkur í meltingafærum eða höfði. Einkennin séu almenn og ekki bundin við myglu, en oft sé hægt að tengja þau við viðveru í ákveðnu húsnæði. Þannig geti fólk oft skánað af einkennunum eða jafnvel losnað við þau þegar húsnæðið sem um ræðir er yfirgefið eða lagað þannig að myglan sé á bak og burt. Viðtal Reykjavíkur síðdegis við Sylgju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45