Með loftslagsáhyggjur heimsins á herðum mér Daðey Albertsdóttir skrifar 12. mars 2019 12:34 Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. Loftslagskvíði (e. climate anxiety). Það útskýrir svo margt. Þetta hefur verið að valda mér stigvaxandi hugarangri síðustu ár. Loftslagsbreytingar er eitthvað sem við heyrum meira og meira af í almennri umræðu og fólk er að verða meðvitaðara um áhrifin sem líferni okkar hefur á jörðina. Ég kvíði auðvitað allskonar hlutum. Ég er í framhaldsnámi með meðfylgjandi fjárhagsáhyggjum og álagi auk þess sem ég á ungt barn. En þegar uppi er staðið þá lifi ég auðvitað í eintómum lúxus. Með hús, bíl, barn, góða vini og sterkt bakland. Það verður hinsvegar að engu þegar hugurinn fer á flug. Loftslagsbreytingar. Ég hugsa mörgum sinnum á dag um það hvað er að verða um plánetuna okkar. Ég fæ kvíðahnút í magann og sting í hjartað þegar svörtustu hugsanirnar skjóta upp kollinum: við erum búin að eyðileggja plánetuna okkar og það er ekki aftur snúið. Lífið, eins og við þekkjum það, verður ekki svona eftir einhver ár, börnin okkar munu þurfa að takast á við afleiðingar þess lífernis sem ég og foreldrar mínir völdum okkur því við vorum ekki meðvituð um áhrifin sem það hafði á vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar er staðreynd og afleiðingarnar skelfilegar. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að gera það sem er í mínu valdi til að minnka þessi áhrif. Eins og svo margir aðrir fór ég að flokka sorpið mitt, draga úr neyslunni, minnka kjötát, reyna eftir fremsta megni að kaupa innlent, nota ekki plastpoka og hef frá upphafi verið með barnið mitt í taubleyjum. Næst ætla ég að fá mér moltutunnu og byrja að rækta grænmeti á svölunum. Hljómar frekar vel, ekki satt? En svo kaupi ég líka of mikið af vörum í plastumbúðum og fer til útlanda einu sinni á ári. Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hverjum morgni í díselbílnum mínum á nagladekkjunum. Ég heyri í nöglunum á malbikinu sem þyrla upp svifrykinu. Á sama tíma og mér finnst ég vera að gera allt sem ég get þá veit ég að ég er ekki að gera næstum því nóg. Á sama tíma og mér finnst það vera skylda mín sem samfélagsþegn að gera mitt besta þá fallast mér hendur því ég veit að það eru aðrir sem eru ekki einu sinni að pæla í þessu. Aðrir sem leyfa sér það sem þeir vilja og veslast ekki upp í loftslagskvíða yfir því hverjar afleiðingar neyslu þeirra á plánetuna okkar eru. Hvað á ég þá að gera? Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les fréttir um sænska stúdendin hana Gretu Thunberg sem hrinti af stað byltingu þar sem að skólakrakkar um allan heim eru farnir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég fyllist baráttuanda og ákveð að nú sé kominn tími fyrir mig til að taka þátt og gera eitthvað í þessu vandamáli sem á hug minn allan. En svo man ég að ég get með engu móti keyrt úr Mosó niður á Austurvöll á díselbílnum mínum til að taka þátt í mótmælum. Þvílík hræsni væri það? Þá kem ég aftur að spurningunni hvað á ég að gera? Get ég gert meira? Hafa aðgerðir mínar einhver minnstu áhrif á heildina litið? Er þetta yfir höfuð í mínum höndum eða er það í höndum stjórnvalda að setja fyrirtækjum þrengri ramma og knýja fram þessar breytingar? Ég gæti lagt bílnum og byrjað að nota almenningssamgöngur. Væri það nóg? Eða á ég að hugsa, skítt með það, það litla sem ég nú þegar geri er nóg. Næsta kynslóð verður enn upplýstari og nær að knýja fram breytingar sem verða til þess að ég og börnin mín munum geta lifað á þessari jörð án þess að lifa í stöðugum ótta við það að jörðin hlýni um of og að við getum ekki snúið þróuninni við. Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum þá er þrennt í stöðunni. Að flýja, frjósa eða berjast. Kvíðinn er nefnilega lífsnauðsynlegt viðbragð sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við í þessum aðstæðum og eykur líkur þess að komast af. Er þá ekki kominn tími til að nýta þennan kvíða til framkvæmda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur frá lífshættu? Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verðum við að berjast. Í þættinum Hvað höfum við gert? sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld var dregin upp ansi svört en raunsæ mynd af vandanum. Við höfum 10 ár til að gera róttækar breytingar á lífsstílnum okkar annars verður ekki aftur snúið. Því skulum við standa saman, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það að svörtustu spárnar verði að veruleika. Mætum á mótmæli (þó svo að við eigum díselbíla), minnkum neyslu, kaupum innlent, fækkum ferðalögum, notum almenningssamgöngur, flokkum sorpið okkar, minnkum kjötát, notum taubleyjur á börnin okkar og listinn heldur áfram. Það sem skiptir mestu máli, ekki gera ekki neitt. Enginn er fullkominn og margt smátt gerir eitt stór. Það sem ég ætla að gera núna er að hætta að kaupa nýjar flíkur og fá mér moltutunnu. Hvað ætlar þú að gera?Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég heyrði nýtt orð í síðasta mánuði og ég fékk uppljómun. Ég fann allt í einu skýringu á því hvernig mér líður og fékk staðfestingu á því að ég er ekki ein. Loftslagskvíði (e. climate anxiety). Það útskýrir svo margt. Þetta hefur verið að valda mér stigvaxandi hugarangri síðustu ár. Loftslagsbreytingar er eitthvað sem við heyrum meira og meira af í almennri umræðu og fólk er að verða meðvitaðara um áhrifin sem líferni okkar hefur á jörðina. Ég kvíði auðvitað allskonar hlutum. Ég er í framhaldsnámi með meðfylgjandi fjárhagsáhyggjum og álagi auk þess sem ég á ungt barn. En þegar uppi er staðið þá lifi ég auðvitað í eintómum lúxus. Með hús, bíl, barn, góða vini og sterkt bakland. Það verður hinsvegar að engu þegar hugurinn fer á flug. Loftslagsbreytingar. Ég hugsa mörgum sinnum á dag um það hvað er að verða um plánetuna okkar. Ég fæ kvíðahnút í magann og sting í hjartað þegar svörtustu hugsanirnar skjóta upp kollinum: við erum búin að eyðileggja plánetuna okkar og það er ekki aftur snúið. Lífið, eins og við þekkjum það, verður ekki svona eftir einhver ár, börnin okkar munu þurfa að takast á við afleiðingar þess lífernis sem ég og foreldrar mínir völdum okkur því við vorum ekki meðvituð um áhrifin sem það hafði á vistkerfi okkar. Hlýnun jarðar er staðreynd og afleiðingarnar skelfilegar. Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að gera það sem er í mínu valdi til að minnka þessi áhrif. Eins og svo margir aðrir fór ég að flokka sorpið mitt, draga úr neyslunni, minnka kjötát, reyna eftir fremsta megni að kaupa innlent, nota ekki plastpoka og hef frá upphafi verið með barnið mitt í taubleyjum. Næst ætla ég að fá mér moltutunnu og byrja að rækta grænmeti á svölunum. Hljómar frekar vel, ekki satt? En svo kaupi ég líka of mikið af vörum í plastumbúðum og fer til útlanda einu sinni á ári. Ég keyri Ártúnsbrekkuna á hverjum morgni í díselbílnum mínum á nagladekkjunum. Ég heyri í nöglunum á malbikinu sem þyrla upp svifrykinu. Á sama tíma og mér finnst ég vera að gera allt sem ég get þá veit ég að ég er ekki að gera næstum því nóg. Á sama tíma og mér finnst það vera skylda mín sem samfélagsþegn að gera mitt besta þá fallast mér hendur því ég veit að það eru aðrir sem eru ekki einu sinni að pæla í þessu. Aðrir sem leyfa sér það sem þeir vilja og veslast ekki upp í loftslagskvíða yfir því hverjar afleiðingar neyslu þeirra á plánetuna okkar eru. Hvað á ég þá að gera? Ég fæ hlýtt í hjartað þegar ég les fréttir um sænska stúdendin hana Gretu Thunberg sem hrinti af stað byltingu þar sem að skólakrakkar um allan heim eru farnir að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Ég fyllist baráttuanda og ákveð að nú sé kominn tími fyrir mig til að taka þátt og gera eitthvað í þessu vandamáli sem á hug minn allan. En svo man ég að ég get með engu móti keyrt úr Mosó niður á Austurvöll á díselbílnum mínum til að taka þátt í mótmælum. Þvílík hræsni væri það? Þá kem ég aftur að spurningunni hvað á ég að gera? Get ég gert meira? Hafa aðgerðir mínar einhver minnstu áhrif á heildina litið? Er þetta yfir höfuð í mínum höndum eða er það í höndum stjórnvalda að setja fyrirtækjum þrengri ramma og knýja fram þessar breytingar? Ég gæti lagt bílnum og byrjað að nota almenningssamgöngur. Væri það nóg? Eða á ég að hugsa, skítt með það, það litla sem ég nú þegar geri er nóg. Næsta kynslóð verður enn upplýstari og nær að knýja fram breytingar sem verða til þess að ég og börnin mín munum geta lifað á þessari jörð án þess að lifa í stöðugum ótta við það að jörðin hlýni um of og að við getum ekki snúið þróuninni við. Þegar við stöndum frammi fyrir hættulegum aðstæðum þá er þrennt í stöðunni. Að flýja, frjósa eða berjast. Kvíðinn er nefnilega lífsnauðsynlegt viðbragð sem gerir okkur kleift að bregðast hratt við í þessum aðstæðum og eykur líkur þess að komast af. Er þá ekki kominn tími til að nýta þennan kvíða til framkvæmda og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma okkur frá lífshættu? Við megum ekki stinga höfðinu í sandinn heldur verðum við að berjast. Í þættinum Hvað höfum við gert? sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld var dregin upp ansi svört en raunsæ mynd af vandanum. Við höfum 10 ár til að gera róttækar breytingar á lífsstílnum okkar annars verður ekki aftur snúið. Því skulum við standa saman, gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir það að svörtustu spárnar verði að veruleika. Mætum á mótmæli (þó svo að við eigum díselbíla), minnkum neyslu, kaupum innlent, fækkum ferðalögum, notum almenningssamgöngur, flokkum sorpið okkar, minnkum kjötát, notum taubleyjur á börnin okkar og listinn heldur áfram. Það sem skiptir mestu máli, ekki gera ekki neitt. Enginn er fullkominn og margt smátt gerir eitt stór. Það sem ég ætla að gera núna er að hætta að kaupa nýjar flíkur og fá mér moltutunnu. Hvað ætlar þú að gera?Höfundur er mastersnemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun