Ísland þurfi ekki á stöðugleika Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggi á að örfáir hafi þorra gæðanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. mars 2019 11:59 Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að "fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. Berglaug Petra „Til að halda góðu jafnvægi þarftu að vera á hæfilegri ferð – of mikill hraði veldur því að þú missir stjórn en ef það hægir of á þér verður erfiðara að halda jafnvægi og stoppirðu – missirðu jafnvægið og dettur.“ Þessa myndlíkingu dró Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, upp á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Bifröst í dag. Hann fór um víðan völl og fjallaði um efnahagsmál, jöfnuð, kjaramál og loftslagsmál svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan fyrir því að Logi notaði reiðhjólamyndlíkinguna segir hann að sé sú að Sjálfstæðisflokknum sé tíðrætt um stöðugleika og jafnvægi. Þess má geta að Logi er þekktur fyrir litríka notkun á tungumálinu en hann grípur oft og tíðum til myndlíkinga til að gera grein fyrir skoðun sinni. „Við þurfum hins vegar ekki á jafnvægi Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggir á því að örfáir sitja öðru megin á vegasaltinu, með þorra gæðanna en allur almenningur heldur jafnvægi hinum megin.“ Logi segir að hinn margumtalaði stöðugleiki flokksins byggi á íhaldssemi og kyrrstöðu. „Og stöðnuðum samfélögum vegnar ekki vel til lengdar. Við þurfum framþróun og sókn sem byggir á almennri þátttöku fólks og hún næst ekki nema allir búi við sómasamleg lífskjör.“Samfélagsgerð óréttlætis Hann segir að ástæðan fyrir því að börn sem alast upp á efnameiri heimilum séu líklegri til að verða með háar tekjur síðar á lífsleiðinni hafi ekkert með upplag einstaklingsins að gera heldur allt með samfélagsgerð sem skorti jafnrétti og réttlæti. Hið sama gildir um lágt hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja að sögn Loga. Ekki aðeins launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði Logi tekur þá kjaramálin til umfjöllunar í ræðu sinni og einkum þátt ríkisstjórnarinnar sem hefði átt að liðka fyrir viðræðunum með sannfærandi hætti að mati Loga. „Talsmenn launþegahreyfingarinnar og reyndar einnig atvinnulífsins hafa margsinnis bent á að það er fleira en launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði; réttlátt skattkerfi, almennari barna- og húsnæðisbætur, gjaldfrjáls almannaþjónusta en ekki síst öruggur húsnæðismarkaður. Þetta er samhljóða hugmyndafræði Samfylkingarinnar sem margoft hefur lagt fram tillögur í þessa átt,“ segir Logi. Hann bendir á að í stjórnarmyndunarviðræðum hafi Samfylkingin lagt sérstaka áherslu á að nauðsynlegt væri að næsta ríkisstjórn yrði mynduð í kringum almenna lífskjarasókn því án hennar skapaðist erfið staða á vinnumarkaði. „Það er nú komið á daginn. Vinstri græn og Framsókn völdu aðra samstarfsaðila og því situr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.“ Logi segir að skattbreytingartillaga ríkisstjórnarinnar hefði verið blaut tuska í andlitið á launafólki sem fylgt hafi verið eftir með kaldri gusu þegar í ljós hefði komið að frysta ætti persónuafslátt samhliða breytingum á skattkerfinu. „Millitekjuhópunum var gefið langt nef og skerðast barnabætur þeirra skarpar en áður og vaxtabótakerfið er nánast sagnfræði. Með veikari krónu, hærri vöxtum og verðlagi gæti almenningur á endanum staðið uppi með kjararýrnun.“Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir.Vísir/VilhelmSegir hægri stefnuna dafna vel undir verndarvæng VG og Framsóknar Hann segir hægri stefnuna dafna ágætlega undir verndarvæng Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Staðreyndin er sú að byrðar lág- og meðaltekjufólks á Íslandi hafa aukist meira en í samanburðarlöndum okkar og langt umfram skatta á hæstu launin. Nýlegt skattaútspil ríkisstjórnarinnar ber þess skýr merki að ekki eru áform um að ráðast gegn þeim órétti.“ Stjórnvöld hafi vegið að velferðarkerfinu Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að „fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. „Það er óforskammað að stilla hlutunum þannig upp að launafólk kalli hamfarir yfir samfélagið með því að beita verkföllum. Ábyrgð á slæmri stöðu láglaunafólks liggur annars staðar og meðal annars hjá stjórnvöldum sem hafa leyft ójöfnuði að grassera og holað að innan velferðarkerfið.“ Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. 23. janúar 2019 15:20 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Til að halda góðu jafnvægi þarftu að vera á hæfilegri ferð – of mikill hraði veldur því að þú missir stjórn en ef það hægir of á þér verður erfiðara að halda jafnvægi og stoppirðu – missirðu jafnvægið og dettur.“ Þessa myndlíkingu dró Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, upp á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem fer fram á Bifröst í dag. Hann fór um víðan völl og fjallaði um efnahagsmál, jöfnuð, kjaramál og loftslagsmál svo eitthvað sé nefnt. Ástæðan fyrir því að Logi notaði reiðhjólamyndlíkinguna segir hann að sé sú að Sjálfstæðisflokknum sé tíðrætt um stöðugleika og jafnvægi. Þess má geta að Logi er þekktur fyrir litríka notkun á tungumálinu en hann grípur oft og tíðum til myndlíkinga til að gera grein fyrir skoðun sinni. „Við þurfum hins vegar ekki á jafnvægi Sjálfstæðisflokksins að halda sem byggir á því að örfáir sitja öðru megin á vegasaltinu, með þorra gæðanna en allur almenningur heldur jafnvægi hinum megin.“ Logi segir að hinn margumtalaði stöðugleiki flokksins byggi á íhaldssemi og kyrrstöðu. „Og stöðnuðum samfélögum vegnar ekki vel til lengdar. Við þurfum framþróun og sókn sem byggir á almennri þátttöku fólks og hún næst ekki nema allir búi við sómasamleg lífskjör.“Samfélagsgerð óréttlætis Hann segir að ástæðan fyrir því að börn sem alast upp á efnameiri heimilum séu líklegri til að verða með háar tekjur síðar á lífsleiðinni hafi ekkert með upplag einstaklingsins að gera heldur allt með samfélagsgerð sem skorti jafnrétti og réttlæti. Hið sama gildir um lágt hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja að sögn Loga. Ekki aðeins launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði Logi tekur þá kjaramálin til umfjöllunar í ræðu sinni og einkum þátt ríkisstjórnarinnar sem hefði átt að liðka fyrir viðræðunum með sannfærandi hætti að mati Loga. „Talsmenn launþegahreyfingarinnar og reyndar einnig atvinnulífsins hafa margsinnis bent á að það er fleira en launahækkanir sem tryggja góð lífsskilyrði; réttlátt skattkerfi, almennari barna- og húsnæðisbætur, gjaldfrjáls almannaþjónusta en ekki síst öruggur húsnæðismarkaður. Þetta er samhljóða hugmyndafræði Samfylkingarinnar sem margoft hefur lagt fram tillögur í þessa átt,“ segir Logi. Hann bendir á að í stjórnarmyndunarviðræðum hafi Samfylkingin lagt sérstaka áherslu á að nauðsynlegt væri að næsta ríkisstjórn yrði mynduð í kringum almenna lífskjarasókn því án hennar skapaðist erfið staða á vinnumarkaði. „Það er nú komið á daginn. Vinstri græn og Framsókn völdu aðra samstarfsaðila og því situr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.“ Logi segir að skattbreytingartillaga ríkisstjórnarinnar hefði verið blaut tuska í andlitið á launafólki sem fylgt hafi verið eftir með kaldri gusu þegar í ljós hefði komið að frysta ætti persónuafslátt samhliða breytingum á skattkerfinu. „Millitekjuhópunum var gefið langt nef og skerðast barnabætur þeirra skarpar en áður og vaxtabótakerfið er nánast sagnfræði. Með veikari krónu, hærri vöxtum og verðlagi gæti almenningur á endanum staðið uppi með kjararýrnun.“Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir.Vísir/VilhelmSegir hægri stefnuna dafna vel undir verndarvæng VG og Framsóknar Hann segir hægri stefnuna dafna ágætlega undir verndarvæng Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. „Staðreyndin er sú að byrðar lág- og meðaltekjufólks á Íslandi hafa aukist meira en í samanburðarlöndum okkar og langt umfram skatta á hæstu launin. Nýlegt skattaútspil ríkisstjórnarinnar ber þess skýr merki að ekki eru áform um að ráðast gegn þeim órétti.“ Stjórnvöld hafi vegið að velferðarkerfinu Logi segir að afleiðingar vanrækslu síðustu ára hafi leitt til félagslegs óstöðugleika og bætir við að „fullkomin afneitun“ núverandi ríkisstjórnar gæti hugsanlega leitt til þess að atvinnulífið taki skellinn til að brúa það sem ríkisstjórnin hafi hunsað. „Það er óforskammað að stilla hlutunum þannig upp að launafólk kalli hamfarir yfir samfélagið með því að beita verkföllum. Ábyrgð á slæmri stöðu láglaunafólks liggur annars staðar og meðal annars hjá stjórnvöldum sem hafa leyft ójöfnuði að grassera og holað að innan velferðarkerfið.“
Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02 Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. 23. janúar 2019 15:20 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að endurskoða skattatillögur til að liðka fyrir í kjaradeilu Fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og varaformaður Viðreisnar segir kjarabaráttu stéttarfélaga og SA pólitískari en áður. Alvarlegt sé að stefna í verkföll á sama tíma og kólnun í hagkerfinu liggi fyrir. Þá þurfi stjórnvöld að endurskoða skattatillögur sínar. 3. mars 2019 12:02
Vilja fara í fjögur skattþrep og hærri skattleysismörk ASÍ telur að skattkerfið eigi á hverjum tíma að tryggja jöfnuð og réttláta skiptingu á fjármögnun velferðar og sameiginlegra verkefna. 23. janúar 2019 15:20