Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 12:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent