Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 12:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. Þetta segir Þórhildur Sunna sem var gestur ásamt Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna á Sprengisandi í morgun. Margir ráðherrar í ríkisstjórninni hafa talað fyrir því að dómi MDE verði áfrýjað til yfirdeildar. Áslaug Arna segir að það væri ábyrgðarleysi að reyna ekki að fá skýrari svör frá dómstólnum með því að áfrýja til yfirdeildar. Þórhildur Sunna tekur mið af tilkynningu dómstólasýslunnar sem segir að mikilvægt sé að kanna hver áhrifin yrðu fyrir Ísland ef ákvörðun yrði tekin um að áfrýja dómnum, sér í lagi til að eyða þeirri óvissu sem Landsréttur hafi mátt búa við frá því hann tók til starfa. „Þeim finnst líka mikilvægt traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt svo fljótt sem verða má í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Þetta er eitthvað sem segir mér að Dómstólasýslan er ekki endilega á sömu blaðsíðu og, að því er virðist, flestir ráðherrar ríkistjórnarinnar að það sé nauðsynlegt og endilega æskilegt að áfrýja málinu.“ Þórhildur Sunna segir að í ljósi þeirrar réttaróvissu sem við búum við sé nauðsynlegt að vinna að því að finna varanlega lausn í málinu þannig að lögmæti Landsréttar verði ekki neinum vafa undirorpið. Dómarar MDE vísa sjálfir málum til yfirdeildar Hún bendir á að dómarar sem starfa við MDE beri ábyrgð á því að vísa málum til yfirdeildar ef þeir telji að mál sé með einhverjum hætti í andstöðu við dómafordæmi. Reglur MDE leggi þessar skyldur á herðar dómaranna. „Það er sérstök skrifstofa líka sem hefur eftirlit með þessu og fylgist með því að það sé verið að fylgja dómafordæmum dómstólsins. Þannig að þetta er ekki þannig að dómstóllinn hafi núna bara riðið fram á vaðið og ákveðið að vera voðalega ábyrgðarlaus heldur eru ákveðin ferli í kringum þetta. Það er mjög sjaldgæft að áfrýjun sé tekin fyrir. Það er í kannski svona 5% tilfella. Í fyrra held ég að hafi verið um 155 tilfelli að ræða þar sem áfrýjað var til yfirdómstólsins og þeir tóku fyrir 7,“ segir Þórhildur Sunna. Hún segir að áfrýjunarferlið geti tekið langan tíma og spyr hver sé ávinningurinn af því halda réttarkerfinu áfram í óvissu. „Mér finnst dómurinn mjög skýr og mér finnst hann rökstyðja mál sitt mjög vel,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Píratar Sprengisandur Tengdar fréttir Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15 Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15 Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Klár vilji ráðherrans að áfrýja Nýr dómsmálaráðherra segir engan vafa í sínum huga um að nauðsynlegt sé að áfrýja dómi MDE. Hún sinnir stöðunni tímabundið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Birgir Ármannsson líklegir arftakar. 15. mars 2019 06:15
Landsréttur mun starfa án fjögurra dómara Von er á tilkynningu frá Landsrétti í dag um starfsemi réttarins. 15. mars 2019 06:15
Vilja að áhrif málskots verði könnuð Lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík er ekki viss um að skynsamlegt sé að vísa dómi Mannréttindadómstólsins til yfirdeildarinnar. 16. mars 2019 20:00