Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 14:33 Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan. IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan.
IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Sjá meira