Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 06:15 Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir fjarðabyggð. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira
„Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eldur logar í Hafnarfirði Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Eldur logar í Hafnarfirði Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Sjá meira