Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 06:15 Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir fjarðabyggð. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira