Fékk sér sopa hjá áhorfanda í miðjum NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 16:00 Mike Scott fékk sér sopa af drykk konunnar en bað hann um leyfi? APAaron Gash Það gerist oft að NBA-leikmenn kasta sér á eftir bolta út á meðal áhorfenda á fremsta bekk. Það er samt ekki allir sem fá smá bónus eftir að hafa endað meðal fína og ríka fólksins í dýrustu sætum hússins. Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks. Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu..@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF — Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð. Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það. Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum. Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu. Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum. Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers. NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Sjá meira
Það gerist oft að NBA-leikmenn kasta sér á eftir bolta út á meðal áhorfenda á fremsta bekk. Það er samt ekki allir sem fá smá bónus eftir að hafa endað meðal fína og ríka fólksins í dýrustu sætum hússins. Það gerðist hins vegar hjá Mike Scott sem spilar með liði Philadelphia 76ers. Hann var að spila með Sixers í gær á útivelli á móti Milwaukee Bucks. Strax í fyrsta leikhluta kastaði Mike Scott sér á eftir bolta og endaði meðal áhorfendanna sem sátu á gólfinu..@mikescott understands the importance of proper hydration. #Shaqtinpic.twitter.com/0Pqp3H6PbF — Shaqtin' a Fool (@shaqtin) March 17, 2019Mike Scott stóðst ekki freistinguna og fékk sér sopa hjá einum af þeim áhorfendum sem fengu hann þarna óvænt í fangið. Sú var kona sem sat í annarri röð. Scott var ekki mikið að spyrja um leyfi eða hvað væri í glasinu en það má búast við að það hafi verið eitthvað sterkara en Coca Cola. Menn fóru fljótlega að reyna að komast að því hvað var í glasinu og eru tvær tilgátur um það. Einhverjar heimildir segja að í glasinu hafi verið bjór frá Milwaukee en aðrar halda því fram að í glasinu hafi verið kokkteill blandaður á staðnum. Mike Scott kom á dögunum til Sixers í leikmannaskiptum við Los Angeles Clippers og var þarna að spila sinn sextánda leik með liðinu. Scott hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum í leiknum en það fylgir ekki sögunni hvort drykknum sé um að kenna eða einhverju öðru. Hann endaði með 6 stig og 7 fráköst á 24 mínútum. Scott er með 8,0 stig og 3,5 fráköst að meðaltali í leikjum sínum með Philadelphia 76ers.
NBA Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum