Innlent

Gripinn á Keflavíkurflugvelli með amfetamínbasa frá Barcelona

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var á leið frá Barcelona á Spáni.
Maðurinn var á leið frá Barcelona á Spáni. Vísir/Jóhann K.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar mál íslensks karlmanns á sextugsaldri, sem reyndi fyrr í mánuðinum að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínbasa inn í landið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Maðurinn var að koma frá Barcelona á Spáni þegar tollverðir stöðvuðu hann á Keflavíkurflugvelli. Í farangri mannsins fundust tvær 780 millílítra rauðvínsflöskur sem reyndust innihalda amfetamínvökvann. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi.

Að sögn lögreglu miðar rannsókn málsins vel en ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×