Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:26 Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta „gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sem segist hafa fundið fyrir því að fólk sé mjög spennt fyrir hugmyndinni. Fulltrúar Strætó bs hafa undanfarna mánuði unnið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, umhverfisráðuneytinu og fleiri aðilum, sem sinna loftgæðamálum, að því að finna lausn á loftgæðavandanum í Reykjavíkurborg. Aðspurður hvers vegna þau vilji gefa borgarbúum frítt í strætó á næsta „gráa degi“ svarar Guðmundur því til að þau vilji breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála.Eina leiðin til að minnka mengun er að hvíla bílinn „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Heilbrigðiseftirlitið mun láta fulltrúa Strætó vita með góðum fyrirvara þegar það stefnir í „gráan dag“ í Reykjavíkurborg. Borgarbúar verða látnir vita með að minnsta kosti dagsfyrirvara að frítt verði í strætó þannig að þeir geti verið búnir að ákveða að skilja bílinn eftir heilan dag. Leggja til að ókeypis verði í strætó þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag en í henni felst að borgin myndi beina þeim tilmælum til Strætó Bs að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“. Hugmyndin er ein af sex liðum í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem miðar að því að efla loftgæðin í borginni. Lagt er til að borgarstjórn samþykki umrædda stefnumörkun í loftgæðamálum til að skerpa á þeirri samþykkt sem borgarstjórn kom sér saman um fyrir sex mánuðum þess efnis að koma í veg fyrir að svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en fulltrúar í borgarstjórn ræða tillöguna í borgarstjórn þessa stundina. Reykjavík Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta „gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sem segist hafa fundið fyrir því að fólk sé mjög spennt fyrir hugmyndinni. Fulltrúar Strætó bs hafa undanfarna mánuði unnið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, umhverfisráðuneytinu og fleiri aðilum, sem sinna loftgæðamálum, að því að finna lausn á loftgæðavandanum í Reykjavíkurborg. Aðspurður hvers vegna þau vilji gefa borgarbúum frítt í strætó á næsta „gráa degi“ svarar Guðmundur því til að þau vilji breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála.Eina leiðin til að minnka mengun er að hvíla bílinn „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Heilbrigðiseftirlitið mun láta fulltrúa Strætó vita með góðum fyrirvara þegar það stefnir í „gráan dag“ í Reykjavíkurborg. Borgarbúar verða látnir vita með að minnsta kosti dagsfyrirvara að frítt verði í strætó þannig að þeir geti verið búnir að ákveða að skilja bílinn eftir heilan dag. Leggja til að ókeypis verði í strætó þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag en í henni felst að borgin myndi beina þeim tilmælum til Strætó Bs að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“. Hugmyndin er ein af sex liðum í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem miðar að því að efla loftgæðin í borginni. Lagt er til að borgarstjórn samþykki umrædda stefnumörkun í loftgæðamálum til að skerpa á þeirri samþykkt sem borgarstjórn kom sér saman um fyrir sex mánuðum þess efnis að koma í veg fyrir að svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en fulltrúar í borgarstjórn ræða tillöguna í borgarstjórn þessa stundina.
Reykjavík Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38