Frítt í strætó á næsta „gráa degi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:26 Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta "gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta „gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sem segist hafa fundið fyrir því að fólk sé mjög spennt fyrir hugmyndinni. Fulltrúar Strætó bs hafa undanfarna mánuði unnið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, umhverfisráðuneytinu og fleiri aðilum, sem sinna loftgæðamálum, að því að finna lausn á loftgæðavandanum í Reykjavíkurborg. Aðspurður hvers vegna þau vilji gefa borgarbúum frítt í strætó á næsta „gráa degi“ svarar Guðmundur því til að þau vilji breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála.Eina leiðin til að minnka mengun er að hvíla bílinn „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Heilbrigðiseftirlitið mun láta fulltrúa Strætó vita með góðum fyrirvara þegar það stefnir í „gráan dag“ í Reykjavíkurborg. Borgarbúar verða látnir vita með að minnsta kosti dagsfyrirvara að frítt verði í strætó þannig að þeir geti verið búnir að ákveða að skilja bílinn eftir heilan dag. Leggja til að ókeypis verði í strætó þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag en í henni felst að borgin myndi beina þeim tilmælum til Strætó Bs að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“. Hugmyndin er ein af sex liðum í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem miðar að því að efla loftgæðin í borginni. Lagt er til að borgarstjórn samþykki umrædda stefnumörkun í loftgæðamálum til að skerpa á þeirri samþykkt sem borgarstjórn kom sér saman um fyrir sex mánuðum þess efnis að koma í veg fyrir að svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en fulltrúar í borgarstjórn ræða tillöguna í borgarstjórn þessa stundina. Reykjavík Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Búið er að forrita frímiða í Strætó-smáforritinu þannig að á næsta „gráa degi“ eða þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum geta handhafar smáforritsins sótt sér dagspassa til að geta ferðast um borgina í strætó án endurgjalds. Þetta staðfestir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, sem segist hafa fundið fyrir því að fólk sé mjög spennt fyrir hugmyndinni. Fulltrúar Strætó bs hafa undanfarna mánuði unnið með heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands, umhverfisráðuneytinu og fleiri aðilum, sem sinna loftgæðamálum, að því að finna lausn á loftgæðavandanum í Reykjavíkurborg. Aðspurður hvers vegna þau vilji gefa borgarbúum frítt í strætó á næsta „gráa degi“ svarar Guðmundur því til að þau vilji breyta viðhorfum borgarbúa til loftgæðamála.Eina leiðin til að minnka mengun er að hvíla bílinn „Við viljum breyta viðhorfum til loftgæðamála og fá fleiri til þess að taka almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Þetta snýst ekki bara um svifrykið heldur líka um loftmengunina sem kemur algjörlega frá bílaumferð, það er köfnunarefnisoxíið. Eina leiðin til að minnka mengunina er að hvíla bílinn. Það er ekkert flóknara en það. Við viljum skapa hugrenningartengsl hjá fólki þannig að þegar svona „gráir dagar“ koma þá hugsi fólk um að skilja bílinn eftir og nýta góða veðrið frekar til að labba, hjóla eða taka strætó.“ Fyrst um sinn verður aðeins um eitt skipti að ræða en Guðmundur segir að ef vel tekst til og margir nýti sér dagspassann í smáforritinu gæti það vel farið svo að þeim fjölgi dögunum sem það verður ókeypis í Strætó þegar loftgæði eru slæm. Heilbrigðiseftirlitið mun láta fulltrúa Strætó vita með góðum fyrirvara þegar það stefnir í „gráan dag“ í Reykjavíkurborg. Borgarbúar verða látnir vita með að minnsta kosti dagsfyrirvara að frítt verði í strætó þannig að þeir geti verið búnir að ákveða að skilja bílinn eftir heilan dag. Leggja til að ókeypis verði í strætó þegar svifryksmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag en í henni felst að borgin myndi beina þeim tilmælum til Strætó Bs að hafa frítt í strætó á „gráum dögum“. Hugmyndin er ein af sex liðum í tillögu Sjálfstæðisflokksins sem miðar að því að efla loftgæðin í borginni. Lagt er til að borgarstjórn samþykki umrædda stefnumörkun í loftgæðamálum til að skerpa á þeirri samþykkt sem borgarstjórn kom sér saman um fyrir sex mánuðum þess efnis að koma í veg fyrir að svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk. Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir tillögunni en fulltrúar í borgarstjórn ræða tillöguna í borgarstjórn þessa stundina.
Reykjavík Strætó Umhverfismál Tengdar fréttir Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45 Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. 5. mars 2019 13:45
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Mjög slæm loftgæði þrátt fyrir rykbindingu í vikunni Sérfræðingur heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir mengunina nú blöndu af umferðar- og umhverfisryki. 8. mars 2019 15:00
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38