Innlent

Mótmælendurnir lausir úr haldi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá mótmælunum við glerskála Alþingis í dag.
Frá mótmælunum við glerskála Alþingis í dag. Vísir/Egill
Mótmælendurnir þrír sem handteknir voru við Alþingishúsið í dag eru lausir úr haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Mótmælendurnir, sem kenna sig við samtökin No Border, voru handteknir síðdegis í dag. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafði þrjátíu manna hópur komið sér fyrir við inngang glerskála Alþingishússins og hindrað starfsfólk þingsins sem og þingmenn í að komast þar inn.

Mótmælandi sem fréttastofa ræddi við í dag hafnaði því hins vegar að hópurinn hefði hindrað aðgengi að þinghúsinu. Hópurinn hafði fært sig yfir á Hlemm á fimmta tímanum í dag og héldu mótmælum áfram fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×