Breytingar á geðsviði í kjölfar sjálfsvíga Sighvatur Jónsson skrifar 19. mars 2019 18:45 Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Breytingar hafa verið gerðar á geðsviði Landspítala í kjölfar tveggja sjálfsvíga. Verkefnastjóri sjúkrahússins segir að nýtt verklag tryggi frekar öryggi sjúklinga sem glíma við sjálfsvígshugsanir. Gamla verklagið hafi ekki verið eins öruggt og það nýja. Tveir ungir menn sviptu sig lífi á geðdeildinni með skömmu millibili í ágúst 2017. Í framhaldi var gerð umfangsmikil greining á aðstæðum og verklagi á deildinni. Eyrún Thorstensen, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala, segir að niðurstaðan hafi verið sú að heilmargt var hægt að gera betur. Þrjú stór verkefni hafa verið unnin í kjölfarið. Þau lúta að þjálfun starfsfólks, breytingum á umhverfi og auknu eftirliti með sjúklingum.Eyrún Thorstensen er verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.Vísir/Friðrik ÞórMeira eftirlit með sjúklingum Fréttastofa fékk að skoða tvær deildir í dag. Önnur er í upprunalegu horfi, á hinni deildinni hafa verið gerðar breytingar. Sem dæmi er búið að fjarlægja allt sem sjúklingar geta mögulega notað til að skaða sjálfa sig. Í byrjun mars var tekið upp nýtt verklag varðandi eftirlit með sjúklingum vegna hættu á sjálfsvígum. „Allir sjúklingar sem leggjast inn á geðdeild eru settir á einhver konar öryggismeðferð. Öryggismeðferðin er í mörgum stigum og þrepum, eftir því hvað á við hverju sinni,“ segir Eyrún Thorstensen. Sjálfsvígseftirlitið er í þremur þrepum. Sjúklingur sem er metinn í mestri hættu er undir stöðugu eftirliti á herbergi sínu. Umhverfið á að vera snúrulaust og sjúklingur fær ekki að fara út af deildinni nema í fylgd að minnsta kosti tveggja starfsmanna. „Nýja verklagið er miklu nákvæmara, það er miklu auðveldara að fylgja því. Þetta gamla var kannski ekki bara nógu nákvæmt. Það var ekki nógu mikið öryggi í þessu gamla verklagi,“ segir Eyrún.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira