Þungbærar tvær vikur á Landspítalanum Ingvar Þór Björnsson skrifar 1. september 2017 23:42 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir mikilvægt að ræða opinskátt um þann vanda sem sjálfsvíg eru og beina sjónum að orsökum og leiðum til forvarna. Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið starfsmönnum Landspítalans þungbærar. Þetta segir Páll Matthíasson í forstjórapistli sem birtist á vef Landspítalans í dag. Með stuttu millibili urðu tvö andlát á geðsviði Landspítala. „Okkur á Landspítala er öllum brugðið,“ skrifar Páll.Segir að slík atvik kalli ávallt á ítarlega skoðunAð því er fram kemur í pistlinum tilkynnir Landspítali öll atvik af þessu tagi til lögreglu og Embættis landlæknis. „Það er sjálfstæð ákvörðun þessara embætta hvort frekari skoðunar eða rannsókna er þörf af þeirri hálfu. Hvað Landspítala varðar kalla slík atvik ávallt á sérstaka og ítarlega skoðun. Við munum flýta skoðun á þessum atvikum eftir því sem unnt er. Markmið slíkrar greiningar er að vinna að umbótum á starfi spítalans,“ skrifar Páll. Segir hann að vinna sé hafin að úrbótum hvað húsnæði geðsviðs varðar, en aðrar úrbætur bíði niðurstöðu greiningar.„Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni“Segir Páll jafnframt að mikilvægt sé að hlúa betur að börnum í uppvextinum og að snemmbær inngrip í fíknivanda séu afar mikilvæg sem og meðferð geðsjúkdóma. „Sjálfsvíg eru ekki tabú og við eigum að ræða þann vanda opinskátt á breiðum grunni og beina sjónum rakleiðis að orsökum og leiðum til forvarna.“Landspítali gegnir lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustuPáll segir að Landspítali gegni lykilhlutverki í geðheilbrigðisþjónustu hér á landi. „Þar sinnum við veikustu einstaklingunum með sama hætti og við sinnum veikustu sjúklingunum innan annarra sérgreina. Auk geðgjörgæsludeildar, legudeilda, samfélagsteyma, göngu- og dagdeilda bjóðum við bráðaþjónustu allan sólarhringinn,“ skrifar hann. Segir hann að þá þjónustu megi nálgast í geðdeildarhúsi Landspítala við Hringbraut á virkum dögum frá 12 - 19 og 13-17 um helgar og helgidaga. Á öðrum tímum sólarhringsins er móttaka á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi.
Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira