Óljós kostnaður á göngudeild Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað innan tíðar og skellt í lás eftir aldursfjórðungs rekstur í bænum. Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20