Óljós kostnaður á göngudeild Sveinn Arnarsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað innan tíðar og skellt í lás eftir aldursfjórðungs rekstur í bænum. Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Svo virðist sem samskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands séu í hnút. Arnþór Jónsson, framkvæmdastjóri SÁÁ, segir ríkið ekki vilja kaupa göngudeildarþjónustu af samtökunum heldur kaupa nýja þjónustu sem hann viti ekki enn hver er. Því hefur SÁÁ skellt í lás á Akureyri. Göngudeild SÁÁ hefur verið rekin á Akureyri í aldarfjórðung. Fjárframlag af hálfu ríkisins til starfseminnar er tryggt í fjárlögum þessa árs. „Það kemur því á óvart að SÁÁ ætli að loka göngudeildarþjónustunni tímabundið vegna kostnaðar,“ segir í tilkynningu stjórnarráðsins í gær. Fréttablaðið hefur undir höndum tölvupóstsamskipti SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands. Ríkinu er skylt samkvæmt lögum um sjúkratryggingar að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa og því hafa samningaviðræður verið í gangi milli aðila. Arnþór segir að lokaákvörðun hafi verið tekin fyrir tveimur dögum um að loka göngudeildinni á Akureyri. Þann sama dag sendu Sjúkratryggingar beiðni um gögn frá SÁÁ. Þar er beðið um ársreikning fyrir árið 2018 auk þess sem stofnunin fer fram á ítarlegar upplýsingar um starfsemi SÁÁ á Akureyri og kostnaðargreiningu hennar.Arnþór Jónsson formaður SÁÁEkki er hægt að sjá nákvæmlega hver kostnaður við göngudeildarþjónustuna hjá SÁÁ er á Akureyri né hversu margir nýttu sér úrræðið miðað við þær upplýsingar sem Fréttablaðið hefur aflað frá SÁÁ. Samt sem áður segir Arnþór við Fréttablaðið að göngudeildin á Akureyri kosti 2 milljónir á mánuði. Í nefndaráliti með meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp þessa árs kemur vilji stjórnvalda skýrt fram. „Gerð er tillaga um 150 milljón króna tímabundið framlag til reksturs SÁÁ. Velferðarráðuneyti feli Sjúkratryggingum Íslands að ganga til samninga um göngudeildarþjónustu á vegum SÁÁ auk þess að styrkja aðra þjónustu í samræmi við stefnumótun,“ segir í nefndarálitinu. Þetta telur Arnþór hins vegar ekki vera nógu skýrt. „Þetta er svolítið flókið að útskýra en hugmyndin með þessu framlagi er að veita tímabundið framlag til að kaupa nýja þjónustu í stað þeirrar sem verið er að veita nú. Það á þá að leysa tímabundinn vanda til áramóta. Þá myndi nýja þjónustan hætta,“ segir Arnþór. „Það er í raun ekkert skýrt í þessu og enginn samningur til staðar núna.“ Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir vonbrigðum með að samningar náist ekki milli aðila. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í gær. „Bæjarráð óskar jafnframt eftir skýringum frá SÁÁ og Sjúkratryggingum Íslands á því hvers vegna samningar hafa ekki náðst. Enn fremur óskar bæjarráð eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hvort til greina komi að semja við aðra aðila um sambærilega göngudeildarþjónustu fyrir fíkla og aðstandendur þeirra á Akureyri,“ segir í ályktun bæjarráðs.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59 Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þingmenn hissa á því að SÁÁ hafi ekki fengið milljónirnar 150 Fréttir um að loka ætti göngudeild SÁÁ á Akureyri virðist hafa komið þingmönnum í opna skjöldu ef marka má umræður undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. 28. febrúar 2019 17:59
Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Heilbrigðisráðuneytið segir viðræður Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ um göngudeildarþjónustu enn standa yfir. Því komi ákvörðun SÁÁ um lokun þjónustunnar á Akureyri á óvart. 28. febrúar 2019 13:21
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20