Bjórlíkisvaka á Dillon Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Jón Bjarni á Dillon ætlar að selja bjórlíki á tilboði í tilefni bjórdagsins , ekki síst til þess að minna fólk á hversu gott það hefur haft það síðustu 30 árin. Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira
Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Sjá meira