SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 14:15 Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Vísir/SpaceX Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun. Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun.
Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira