SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 14:15 Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Vísir/SpaceX Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun. Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun.
Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Sjá meira