Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:00 Michael Jackson var um margra ára skeið ein skærasta poppstjarna heims en hann lést árið 2009. vísir/getty Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. Í myndinni stíga þeir Wade Robson og James Safechuck fram ásamt mæðrum sínum og eiginkonum en þeir kynntust báðir Jackson sem börn. Þeir lýsa samskiptum sínum við söngvarann og segja hann hafa brotið kynferðislega á þeim þegar þeir voru börn að aldri. Eins og kunnugt er lést Jackson árið 2009. Mynd HBO, sem heitir Leaving Neverland, er umdeild og hafa meðal annars bræður söngvarans þverneitað fyrir að nokkuð af því sem mennirnir lýsa hafi átt sér stað.Sjá einnig: BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Þá hafa lögmenn dánarbús Jackson höfðað mál gegn sjónvarpsstöðinni vegna myndarinnar og krefjast hárra skaðabóta. Myndin var engu að síður tekin til sýninga og ef marka má umfjöllun tímaritsins People um myndina lýsa mennirnir þar grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum.Kenndi honum sjálfsfróun Safechuck, sem í dag er fertugur, hitti Jackson fyrst þegar hann lék í Pepsi-auglýsingu á móti söngvaranum árið 1986. Hann segir að poppstjarnan hafi svo boðið honum og fjölskyldu hans með sér í tónleikaferðalag þar sem kynferðisbrot Jackson hófust þegar hann fór að kenna drengnum hvernig stunda ætti sjálfsfróun. „Hann setti þetta svona upp: Nú ætla ég að sýna þér svolítið sem allir gera og þú munt njóta þess,“ segir Safechuck sem segir að þarna hafi brotin byrjað og lýsir þessu eins og þeir hafi verið par sem ætti í kynferðislegu sambandi.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áskakanir um kynferðisbrot gegn börnum koma fram á hendur Jackson.vísir/gettyGiftu sig í þykjustunni Þá gaf Jackson Safechuck fullt af rándýrum skartgripum, þar á meðal giftingarhring sem Safechuck segir söngvarann hafa gefið sér. „Við vorum eins og hjón og ég segi það vegna þess að við héldum svona gervibrúðkaup. Við gerðum þetta í svefnherberginu hans og fórum með heitin okkar,“ segir Safechuck. Hann segir að hann og Jackson hafi farið að kaupa skartgripi og látið sem þeir væru fyrir einhvern annan, til dæmis konu. „Ég elskaði skartgripi og hann verðlaunaði mig með þeim fyrir kynferðislegar athafnir með honum,“ segir Safechuck. Þá segir Safechuck að söngvarinn hafi þjálfað hann í því hvernig ætti að bregðast við ef einhver kæmi að þeim þar sem þeir voru einir inni á hótelherbergi. „Hann lét eins og það væri einhver að koma inn og þá þurfti maður að klæða sig eins hratt og hljóðlega og maður gat. Það skipti miklu máli að nást ekki. Þetta var mikið leyndarmál og hann sagði við mig að ef einhver kæmist að þessum þá væri líf hans búið og líf mitt líka. Það sagði hann við mig aftur og aftur.“Drengirnir sem stíga fram í myndinni hittu Jackson þegar þeir voru börn að aldri.vísir/getty„Svona sýnum við ást“ Robson, hinn maðurinn sem segir sögu sína í Leaving Neverland, er 36 ára í dag. Hann hitti Jackson þegar hann var fimm ára eftir að hafa unnið danskeppni í verslunarmiðstöð í heimalandi sínu, Ástralíu. Verðlaunin voru að hitta Jackson baksviðs. Árið 1990, þegar Robson var átta gamall, hitti hann svo Jackson þegar hann var í fríi með fjölskyldunni sinni í Los Angeles. Robson segir að Jackson hafi sannfært móður hans um að leyfa drengnum að dvelja hjá sér á meðan fjölskyldan færi að skoða Grand Canyon. Móðir Robson lét undan og á meðan fjölskyldan var í Grand Canyon segir Robson að Jackson hafi haft við sig munnmök og kysst sig. Þá segir hann Jackson hafa sagt eftirfarandi við sig: „Þú og ég vorum leiddir saman af Guði. Okkur er ætlað að vera saman. Svona sýnum við ást.“ Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Heimildarmyndin Leaving Neverland verður frumsýnd síðar í vikunni. 4. mars 2019 12:49 Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Sjá meira
Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. Í myndinni stíga þeir Wade Robson og James Safechuck fram ásamt mæðrum sínum og eiginkonum en þeir kynntust báðir Jackson sem börn. Þeir lýsa samskiptum sínum við söngvarann og segja hann hafa brotið kynferðislega á þeim þegar þeir voru börn að aldri. Eins og kunnugt er lést Jackson árið 2009. Mynd HBO, sem heitir Leaving Neverland, er umdeild og hafa meðal annars bræður söngvarans þverneitað fyrir að nokkuð af því sem mennirnir lýsa hafi átt sér stað.Sjá einnig: BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Þá hafa lögmenn dánarbús Jackson höfðað mál gegn sjónvarpsstöðinni vegna myndarinnar og krefjast hárra skaðabóta. Myndin var engu að síður tekin til sýninga og ef marka má umfjöllun tímaritsins People um myndina lýsa mennirnir þar grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum.Kenndi honum sjálfsfróun Safechuck, sem í dag er fertugur, hitti Jackson fyrst þegar hann lék í Pepsi-auglýsingu á móti söngvaranum árið 1986. Hann segir að poppstjarnan hafi svo boðið honum og fjölskyldu hans með sér í tónleikaferðalag þar sem kynferðisbrot Jackson hófust þegar hann fór að kenna drengnum hvernig stunda ætti sjálfsfróun. „Hann setti þetta svona upp: Nú ætla ég að sýna þér svolítið sem allir gera og þú munt njóta þess,“ segir Safechuck sem segir að þarna hafi brotin byrjað og lýsir þessu eins og þeir hafi verið par sem ætti í kynferðislegu sambandi.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áskakanir um kynferðisbrot gegn börnum koma fram á hendur Jackson.vísir/gettyGiftu sig í þykjustunni Þá gaf Jackson Safechuck fullt af rándýrum skartgripum, þar á meðal giftingarhring sem Safechuck segir söngvarann hafa gefið sér. „Við vorum eins og hjón og ég segi það vegna þess að við héldum svona gervibrúðkaup. Við gerðum þetta í svefnherberginu hans og fórum með heitin okkar,“ segir Safechuck. Hann segir að hann og Jackson hafi farið að kaupa skartgripi og látið sem þeir væru fyrir einhvern annan, til dæmis konu. „Ég elskaði skartgripi og hann verðlaunaði mig með þeim fyrir kynferðislegar athafnir með honum,“ segir Safechuck. Þá segir Safechuck að söngvarinn hafi þjálfað hann í því hvernig ætti að bregðast við ef einhver kæmi að þeim þar sem þeir voru einir inni á hótelherbergi. „Hann lét eins og það væri einhver að koma inn og þá þurfti maður að klæða sig eins hratt og hljóðlega og maður gat. Það skipti miklu máli að nást ekki. Þetta var mikið leyndarmál og hann sagði við mig að ef einhver kæmist að þessum þá væri líf hans búið og líf mitt líka. Það sagði hann við mig aftur og aftur.“Drengirnir sem stíga fram í myndinni hittu Jackson þegar þeir voru börn að aldri.vísir/getty„Svona sýnum við ást“ Robson, hinn maðurinn sem segir sögu sína í Leaving Neverland, er 36 ára í dag. Hann hitti Jackson þegar hann var fimm ára eftir að hafa unnið danskeppni í verslunarmiðstöð í heimalandi sínu, Ástralíu. Verðlaunin voru að hitta Jackson baksviðs. Árið 1990, þegar Robson var átta gamall, hitti hann svo Jackson þegar hann var í fríi með fjölskyldunni sinni í Los Angeles. Robson segir að Jackson hafi sannfært móður hans um að leyfa drengnum að dvelja hjá sér á meðan fjölskyldan færi að skoða Grand Canyon. Móðir Robson lét undan og á meðan fjölskyldan var í Grand Canyon segir Robson að Jackson hafi haft við sig munnmök og kysst sig. Þá segir hann Jackson hafa sagt eftirfarandi við sig: „Þú og ég vorum leiddir saman af Guði. Okkur er ætlað að vera saman. Svona sýnum við ást.“
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Kynferðisofbeldi Tónlist Tengdar fréttir BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Heimildarmyndin Leaving Neverland verður frumsýnd síðar í vikunni. 4. mars 2019 12:49 Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30 Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30 Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Sjá meira
BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Heimildarmyndin Leaving Neverland verður frumsýnd síðar í vikunni. 4. mars 2019 12:49
Sláandi stikla úr Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 20. febrúar 2019 13:30
Lögmenn Michael Jackson undirbúa margra milljarða lögsókn gegn HBO Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO mun sýna í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 22. febrúar 2019 13:30