Körfubolti

LeBron stigahæstur er vandræði Lakers halda áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron í baráttunni í nótt.
LeBron í baráttunni í nótt. vísir/getty
LeBron James var stigahæstur er Los Angeles Lakers tapaði með átta stigum fyrir grönnum sínum í Clippers, 113-105, er liðin mættust í NBA-körfuboltanum í nótt.

Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Clippers en LeBron skoraði 27 stig í leiknum. Hann gaf þar að auki sex stoðsendnigar en Rajon Rondo gerði 24 stig, tók tíu fráköst og gaf tólf setoðsendingar.

Lakers-liðið er í vandræðum og er ekki öruggt með sæti í úrslitakeppni eins og er en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það er hins vegar öðruvísi gengið hjá Clippers því þetta var þriðji sigur Clippers í röð.







Dwayne Wade og Vince Carter mættust í síðasta skiptið er Miami vann eins stigs sigur á Atlanta, 114-113, í spennuleik þar sem Wade skoraði sigurkörfuna í leiknum.

Félagarnir voru stigahæstir, hvor í sínu liði. Carter gerði 21 stig fyrir Atlanta og Wade endaði með 23 stig í liði Miami. Miami er með 46% sigurhlutfall í deildinni í vetur en Atlanta ekki nema 33,8%.



Öll úrslit næturinnar:

Atlanta - Miami 113-114

Dallas - Brooklyn 88-127

Denver - San Antonio 103-104

Milwaukee - Phoenix 105-114

New Orleans - Utah 115-112

New York - Sacramento 108-115

LA Clippers - LA Lakers 113-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×