Vilja fresta samrekstri leikskólanna vegna uppsagna: „Þetta leggst mjög þungt á fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:13 Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. vísir/vilhelm Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið. Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem sitja í borgarráði leggja fram tillögu á fundi ráðsins í dag um að fresta fyrirhuguðum samrekstri leikskólanna Suðurborgar og Hólaborgar. Friðbjörg Gísladóttir, sérkennslustjóri og leikskólakennari í Hólaborg, segir að mikil óánægja sé með þessar fyrirætlanir en þrír leikskólakennarar Hólaborgar hafa skilað inn uppsagnarbréfi vegna málsins en þó með þeim fyrirvara að uppsögnin verði dregin til baka ef ekkert verður af samrekstrinum.Óttast að stefna Hólaborgar muni lúta í lægra haldi fyrir stærri leikskóla Friðbjörg segir í samtali við Vísi að leikskólarnir tveir séu afar ólíkir og reki ólíkar stefnur. Hólaborg leggi til dæmis mikið upp úr flæði en þannig er öllum börnum í leikskólanum frjálst að flakka á milli deilda á leikskólatíma. Hún segir að leikskólakennarar Hólaborgar hafi miklar áhyggjur af því að þeirra stefna yrði undir ef af sameiningunni verður vegna þess að Suðurborg er mun stærri leikskóli.Friðbjörg Gísladóttir, leikskólakennari, hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðan samrekstur leikskólanna.„Það hefur alltaf verið mjög góður starfsandi hér en þetta leggst mjög þungt á fólk.“ Samkvæmt nýrri tillögu skóla-og frístundaráðs kemur fram að til stendur að reka leikskólana áfram í þeirri mynd sem er nú en þó undir einum stjórnanda. Þetta var niðurstaðan eftir umsagnir foreldra og kennara við skólana. Þrátt fyrir að í nýrri tillögu hafi verið fallið frá hugmyndinni um eiginlega sameiningu finnst leikskólakennurum á Hólaborg ekki hlustað á sig og segja þetta vera dulbúna sameiningu og að þeir hafi enga tryggingu fyrir því að stefnan sem leikskólastarfið þeirra hverfist um verði virt undir nýjum stjórnanda. Þá finnst leikskólakennurunum Reykjavíkurborg vilja útrýma smærri leikskólum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir segir að of mörgum spurningum sé ósvarað í málinu.Vísir/EgillOf mörgum spurningum ósvarað Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem eiga sæti í borgarráði, hyggist leggja fram tillögu á fundi ráðsins þess efnis að fyrirhuguðum samrekstri verði frestað því of mikið sé í húfi. „Það er bara fyrst og síðast það að við teljum að þarna sé allt of mörgum spurningum ósvarað og málið vanreifað. Það hefur komið fram ný tillaga sem við viljum að foreldrum og starfsfólki gefist tækifæri á að kynna sér og fá að gefa umsögn um. Auðvitað höfum við áhyggjur af því að ef það verða þarna einhverjar fjöldauppsagnir að það bitni á skólastarfinu,“ segir Marta. „Við lentum í því þarna þegar sameiningarnar miklu voru þarna 2010 að það voru miklar uppsagnir og fólk fór til annarrar starfa eða í önnur sveitarfélög sem hefur valdið þessari miklu manneklu á leikskólum sem við höfum mátt búa við síðustu ár og hefur bitnað verulega á leikskólastarfinu í borginni,“ segir Marta sem bætir við að manneklunni hefði verið velt yfir á þá starfsmenn sem fyrir eru. Það sé ekki gott í ljósi þess að frekar þurfi að laða fólk í leikskólana og bæta starfsumhverfið.
Borgarstjórn Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þessa skóla á að sameina Tillögur starfshóps um sparnað í skólakerfi Reykjavíkurborgar voru kynntar í borgarráði í dag. Meðal annars eru gert ráð fyrir að leik- og grunnskólar verði sameinaðir. Hér er tillögum hópsins raðað eftir hverfum. 3. mars 2011 15:51