Innlent

Eldur í Seljaskóla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má er körfubíll slökkviliðsins notaður við slökkvistarfið í Seljaskóla.
Eins og sjá má er körfubíll slökkviliðsins notaður við slökkvistarfið í Seljaskóla. vísir/jói k.
Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendar að Seljaskóla á níunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um eld í skólanum.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var eldur í lofti og þaki skólans en greiðlega gekk að slökkva hann.

Slökkviliðsmenn þurftu að taka frá þakklæðningar til að komast að en eru að ljúka störfum á vettvangi. Búið er að reykræsta skólann.

Fréttin var uppfærð klukkan 21.04.

Frá vettvangi við Seljaskóla.Vísir/eysteinn
Fjöldi slökkviliðsmanna er nú við Seljaskóla.vísir/vilhelm
Slökkviliðsmenn vinna nú að því að taka frá þakklæðningar.vísir/jói k.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×