Ungmennaþing ÖBÍ: „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 20:00 Haukur Hákon Loftsson sótti ungmennaþingið í dag EGILL AÐALSTEINSSON Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON
Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12