Ungmennaþing ÖBÍ: „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 20:00 Haukur Hákon Loftsson sótti ungmennaþingið í dag EGILL AÐALSTEINSSON Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON
Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12