Lífið

Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigurvegarar í flokki bestu leikara og leikkvenna árið 2017 sýna stytturnar. Frá vinstri eru Mahershala Ali, Emma Stone, Viola Davis og Casey Affleck.
Sigurvegarar í flokki bestu leikara og leikkvenna árið 2017 sýna stytturnar. Frá vinstri eru Mahershala Ali, Emma Stone, Viola Davis og Casey Affleck. Vísir/AFP
Stjörnurnar sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna munu fá gjafapoka sem innihalda meðal annars möguleika á ferðalagi til Íslands. Er andvirði þess sem er í gjafapokana metið á 100 þúsund dollara, eða tæpar tólf milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. 

Þessir gjafapokar eru ekki á vegum bandarísku kvikmyndaakademíunnar heldur markaðsfyrirtækisins Distinctive Assets

Á meðal þess sem stjörnurnar geta valið úr er ferð til Íslands, Galapagoseyja, Amasonfljóts, Kosta Ríka og Panama. Eru ferðirnar metnar á 15 til 20 þúsund dollara, eða því sem nemur 1,8 til 2,3 milljóna króna, á hverja manneskju. 

Óskarsverðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles sem er í Kaliforníuríki þar sem kannabisefni hafa verið lögleidd. Af þeim sökum má finna í gjafapokanum ýmiskonar vörur sem innihalda kannabisefni. 

Óskarinn verður afhentur næstkomandi sunnudag. 

Lesa má nánar um innihald þessara gjafapoka hér. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.