Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason skrifar 22. febrúar 2019 14:06 Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Eflingar boðaði djarfar og framsæknar verkfallsaðgerðir í fjölmiðlum í gær. Síðar í gærkvöld kom í ljós að fyrstu aðgerðir Eflingar eru hvorugt. Nýjabrumið í þeim er að þær eru sérstaklega hannaðar til þess að valda fyrirtækjum í ferðaþjónustu alvarlegu tjóni. Og það tjón hófst strax í morgun, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að verkfallsaðgerðir voru boðaðar. Í sítengdum heimi berst það samstundis út um heiminn að fyrirhuguð séu verkföll á íslenskum hótelum. Strax í morgun fengu ferðaþjónustufyrirtæki fyrstu símtölin frá áhyggjufullum ferðaskrifstofum og ferðaheildsölum erlendis sem nú eru þegar byrjaðir að velta því fyrir sér hvaða áhrif slík verkfallahrina getur haft á þeirra viðskipti. Þær áhyggjur munu halda áfram að aukast ef aðgerðirnar magnast og þessi fyrirtæki eru þegar farin að velta fyrir sér hvaða möguleika þau hafa til að komast hjá þeim vanda sem aðgerðirnar munu valda þeim og ferðamönnum á þeirra vegum. Ísland er ekki eyland í viðskiptum, þó landið sé eyja. Íslensk ferðaþjónusta starfar í daglegri og harðri samkeppni við aðra áfangastaði og orðspor okkar og upplifun ferðamanna skiptir því miklu máli. Við skulum ekki gleyma því að það er hægt að upplifa norðurljós á fleiri stöðum en á Íslandi. Allt sem skemmir upplifunina og veldur vandræðum sem hægt er að komast hjá annars staðar getur því haft mjög neikvæð áhrif, ekki síst nú þegar bókunartímabilið fyrir háönn ferðaþjónustunnar yfir sumarmánuðina er í fullum gangi. Það er dagljóst að tjón sem verkföll valda ferðaþjónustunni eru ekki aðeins tjón atvinnurekenda. Það er tjón alls samfélagsins. Einn dagur án ferðaþjónustunnar kostar samfélagið einn og hálfan milljarð króna í tapaðar tekjur – allir tapa þessum krónum sameiginlega, atvinnurekendur, launafólk og ríkissjóður. Tjónið er ekki einskorðað við ferðaþjónustuna. Virðiskeðja ferðaþjónustunnar er gríðarlega umfangsmikil og snertir mikinn fjölda fyrirtækja og fólks í landinu. Alvarlegt tjón á ferðaþjónustu hefur þess vegna margfaldandi neikvæð áhrif á atvinnulífið utan ferðaþjónustunnar sjálfrar og skemmir líka fyrir fjölda fólks sem starfar ekki við að þjónusta ferðamenn. Árásir á íslenska ferðaþjónustu eru því bein árás á uppbyggingu lífsgæða fólks á Íslandi í heild.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun