Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25